Innlent

Brotlenti við Egilsstaði

Eins hreyfils erlend flugvél brotlenti utan flugbrautar á Egilsstöðum í gærkvöldi, en flugmaðurinn, sem er erlendur, meiddist ekki.

Vélin var að koma frá Grænlandi og var slæmt skyggni á Egilsstöðum þegar hann nálgaðist flugvöllinn þar. vélin skall niður á tún, í fimm til sjö hundruð metra fjarlægð frá brautinni, rann þar drúgan spöl og fór meðal annars yfir skurð. Hún er talsvert skemmd.Tildrög liggja ekki fyrir en rannsóknanefnd flugslysa mun rannsaka málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×