Innlent

Hælisleitandi: Við erum ekki dýr, við erum fólk

„Við erum ekki dýr, við erum fólk," Segir Fazad, hælisleitandi frá Íran, og einn þeirra sem leitað var hjá í aðgerð lögreglunnar á Suðurnesjum í gær. „Það komu sextíu lögreglumenn hingað með hund. Það voru allir sofandi. Þeir brutust inn í herbergin okkar og leituðu að vegabréfum og eiturlyfjum." segir Fazad. „Þeir voru með pappír frá dómara, sem enginn gat lesið af því hann var á íslensku."

„Evrópsk lönd stæra sig af lýðræði og mannréttindum," segir Fazad. „Eru þetta mannréttindi?"

Lögregla sagði í gær að lagt hefði verið hald á 1,6 milljónir króna við aðgerðirnar í gær. Fazad segir lögreglu hafa tekið 200 þúsund krónur úr herbergi hans. Hjá öðrum hafi verið teknar á bilinu 20-70 þúsund krónur. „Þetta er peningurinn okkar. Þeir hafa engan rétt á að taka hann." segir Fazad, sem dregur einnig í efa þá tölu sem lögregla gefur upp. Hann segir að eftir atburðina í gær hafi allir hælisleitendurnir fundað með Rauða krossinum og talið upp þær upphæðir sem teknar voru af þeim. Hann segir heildarfjárhæðina hafa verið 480 þúsund krónur.

Fazad telur að með aðgerðunum hafi lögregla hafi einungis viljað sýna vald sitt. „Ég vil að lögregla útskýri hver tilgangurinn með þessu var, og að þeir biðji okkur afsökunar."






Tengdar fréttir

Rökstuddur grunur um að hælisleitendur komi gögnum undan

Lögregla lagði hald á 1,6 milljónir króna í reiðufé í ýmsum gjaldmiðli auk vegabréfa, persónuskilríkja og ýmissa skjala við húsleit á sjö dvalarstöðum hælisleitenda í Reykjanesbæ í í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×