Innlent

Séra Gunnar ákærður fyrir kynferðisbrot

Ríkissaksóknari hefur ákært séra Gunnar Björnsson, sóknarprest á Selfossi, fyrir kynferðisbrot gegn tveimur unglingsstúlkum.

Alls kærðu fimm stúlkur Gunnar en mál þriggja þeirra voru látin niður falla þar sem ekki var talið líklegt að þau myndi leiða til sakfellingar.

Gunnari hafa ekki verið birtar ákærunar.

Gunnar er ákærður fyrir kynferðislega áreitni og blygðunarsemisbrot. Stúlkurnar voru sóknarbörn hans og sumar þeirra virkar í starfi kirkjunnar.

Þær voru á unglingsaldri þegar meint brot voru framin.

Gunnar vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir hafði samband við hann í dag.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×