Innlent

Árni stefnir ljósmæðrum

Árni Mathiesen fjármálaráðherra gluggar í fjárlög seinasta árs.
Árni Mathiesen fjármálaráðherra gluggar í fjárlög seinasta árs.

Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, hefur fyrir hönd ríkissins stefnt félagi ljósmæðra vegna ólöglegra fjöldauppsagna. Stefnan barst félaginu síðastliðinn föstudag. Þetta kom fram í seinnifréttum Ríkissjónvarpsins.

Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir sérkennilegt að þetta sé eina útspilið sem fjármálaráðherra hefur haft til málanna að leggja í kjaradeilunni.

Guðlaug segir af og frá að félag ljómæðra hafi hvatt til fjöldauppsagna. Ljósmæður funduðu með lögfræðingi sínum í kvöld þar sem farið var yfir málið.

Ljósmæður vilja að menntun þeirra verið metin til launa til samræmis við aðrar stéttir hjá ríkinu.

Önnur verkfallslota ljósmæðra hófst á miðnætti í gær og stendur hún í tvo daga. Ljósmæður lögðu einnig niður vinnu í tvo sólarhringa í seinustu viku.

Nýr sáttafundur er boðaður klukkan 15 á morgun föstudag.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×