Innlent

Íbúðalánasjóður hefur lánað nærri 40 milljarða á árinu

Guðmundur Bjarnason.
Guðmundur Bjarnason. MYND/E.Ól

Íbúðalánasjóður lánaði 5,7 milljarða króna í ágúst sem er um sex prósenta aukning frá sama mánuði í fyrra.

Þar af voru rúmlega 4,3 milljarðar vegna almennra lána og ríflega 1,3 milljarður vegna leiguíbúðalána. Meðalútlán almennra lána námu tæpum ellefu milljónum króna í ágúst og jukust þau um rúm 15 prósent frá sama tíma í fyrra.

Það sem af er ári nema heildarútlán sjóðsins rúmum 39 milljörðum króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×