Fleiri fréttir Matsáætlun fyrir Kröfluvirkjun II kynnt Skipulagsstofnun hefur borist tillaga Landsvirkjunar að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum Kröfluvirkjun II sem verður allt að 150 megavatta jarðhitavirkjun við Kröflu í Skútustaðahreppi. 24.7.2008 17:36 ,,Það er búið að slá Bitruvirkjun af" Ekkert verður af virkjun Bitru og vangaveltur um annað eru óþarfar, að sögn Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra. ,,Það er búið slá Bitruvirkjun af og það stendur á meðan að núverandi meirihluti F-lista og Sjálfstæðisflokks fer með stjórn borgarinnar." 24.7.2008 17:30 Björgunarsveitir á hálendinu hafa fengið um 150 hjálparbeiðnir Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hafa fengið hátt í 150 aðstoðarbeiðnir frá ferðafólki á hálendinu það sem af er sumri. 24.7.2008 16:39 Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald yfir innbrotsþjófi Tveir menn voru úrskurðaðir í sex daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis á þriðjudag. Mennirnir voru handteknir á mánudag ásamt tveimur öðrum mönnum vegna þriggja innbrota í Hafnarfirði og Garðabæ. 24.7.2008 16:35 „Fáránlegt að taka lán fyrir bíl eða jakkafötum“ „Það er í raun og veru glæpsamlegt finnst mér að rukka 25 prósent vexti," segir Salmann Tamimi, formaður félags múslima á Íslandi. Múslimar búa við nokkuð sem mörgum öðrum þætti líklega eftirsóknarvert í miðri kreppunni. Samkvæmt trú sinni mega þeir hvorki þiggja né greiða vexti af lánsfé. 24.7.2008 16:16 „Karlmenn segja nei við nauðgunum" Á morgun hefst opinberlega átak Karlahóps Femínistfélags Íslands sem ber merkið „Karlmenn segja Nei við nauðgunum." Byrjar átakið með baráttutónleikum gegn kynbundnu ofbeldi sem eru annað kvöld á Organ. Átak Karlahópsins verður í gangi fram yfir verslunarmannahelgina. 24.7.2008 16:14 Sorgleg staða vegna Listaháskólans Stjórn Torfusamtakanna harmar þá sorglegu stöðu sem upp er komin með áformum Listaháskóla Íslands um niðurrif sögulegrar húsaraðar við Laugaveg. 24.7.2008 16:06 Samfylkingarfólk skoðar neðri Þjórsá Á fjórða tug Samfylkingarfólks sem styður verndun neðri Þjórsár heimsækir í kvöld íbúa á svæðinu og fer í skoðunarleiðangur um svæðið sem fer undir vatn ef virkjunin verður að veruleika. Virkjunaráform í neðri Þjórsá hafa mætt andstöðu heimamanna. 24.7.2008 15:37 Liðsauki kallaður út til að leita mannsins í Esjunni Maðurinn sem leitað hefur verið að á Esjunni í dag er enn ófundinn. Um 70-80 björgunarsveitar og lögreglumenn hafa leitað mannsins í dag. Kallaður hefur verið út liðsauki frá Suðurnesjum og Vesturlandi og er áætlað að um leitarmenn verði um 120 eftir einn til tvo tíma. 24.7.2008 15:31 Búið að finna föt nakta mannsins á Esjunni Björgunarsveitir og lögregla hafa ekki enn fundið manninn sem tilkynnt var um að væri nakinn á gangi í Esjunni um hádegi í dag. Hinsvegar er búið að finna föt mannsins en talið er að hann sé útlendingur. 24.7.2008 14:28 Dómara urðu á réttarfarsleg mistök „Það kemur mér mjög á óvart að dómari hafi ekki leyft lögmönnum að færa rök fyrir máli sínu áður en úrskurður var kveðinn upp," segir Sigurður Líndal, professor emeritus í lögfræði. 24.7.2008 14:00 Fangelsismálastjóri ósáttur við Kvíabryggjufrétt DV Páll Winkel fangelsismálastjóri gagnrýnir vef- og prentmiðil DV fyrir að birta í dag frétt um fanga í fangelsinu Kvíabryggju sem sagður er stunda þar líkamsrækt af atorkusemi. Rekur blaðið feril fangans og segir hann stórhættulegan auk þess að birta myndir. 24.7.2008 13:54 Handleggsbraut sambýliskonu og son hennar Karlmaður var í gær dæmdur í Héraðasdómi Reykjaness í átta mánaða fangelsi fyrir að hafa ítrekað ráðast á fyrrverandi sambýliskonu sína og tvö börn hennar. Dómurinn er skilorðbundinn til sex mánaða. Að auki var hann dæmdur til að greiða fórnarlömbunum skaðabætur. 24.7.2008 13:11 Íslendingi hótað með hnífi á Sunny Beach Vísir sagði frá því fyrr í vikunni að dönsk ungmenni myndu enn flykkjast í svall á sumardvalarstaðinn Sunny Beach í Búlgaríu. Ströndin sem gengur undir nafninu Nauðgunarströndin í norrænum fjölmiðlum er annáluð fyrir ofbeldi og nauðganir. Þrátt fyrir þetta orðspor virðist aðsóknin ekki fara minnkandi. Íslenskir útskriftarnemar dvöldu þar árið 2006 24.7.2008 13:00 Meira en 900 skjálftar við Grímsey Jarðskjálftavirkni heldur áfram við Grímsey, 14-16 kílómetrum austan við eynna. Hafa nú verið yfir 900 skjálftar síðan virknin hófst um hádegisleytið í gær. Stærstu skjálftarnir voru í gærkvöldi og voru þeir 4,7 og 4,8 á richter. 24.7.2008 12:29 Leitað að nöktum manni á Esjunni Tilkynning barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir stundu um nakinn mann sem var í fjallgöngu upp Esjuna. Búið er að ræsa út björgunarsveitir sem eru á leiðinni á staðinn. Lítið er vitað annað en að maðurinn sé nakinn. 24.7.2008 12:28 Niðurstaða í máli Paul Ramses í ágúst Dóms-og kirkjumálaráðherra, Björn Bjarnason sagði í viðtali við Kastljósið í gærkvöldi að hann teldi að niðurstöðu í máli Paul Ramses væri að vænta í ágúst. Tvær vikur eru síðan lögfræðingur Paul Ramses lagði inn kæru í dómsmálaráðuneytið. Hún krafðist þess að ákvörðun Útlendingastofnunar yrði dæmd ógild vegna þess hvernig staðið var að málinu. 24.7.2008 12:02 Orð Kjartans stangast á Kjartan Magnússon sagði í maí að áformum um virkjun Bitru yrði ekki haldið áfram á kjörtímabilinu. Í dag segir hann að alls ekki hafi verið fallið frá hugmyndum um Bitruvirkjun og stjórn Orkuveitunnar hafi ákveðið að doka við. 24.7.2008 11:45 Gagnrýnir Kínaför forseta harðlega „Hann á bara að segja nei takk nema hann ætli að nota tækifærið og berja í borðið," segir Sveinn Magnússon, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Hann er ósáttur við að Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hafi þegið boð um að vera viðstaddur Ólympíuleikana í Peking. Og engu hrifnari af því ef Þorgerður Katrínar Gunnarsdóttir menntamálaráðherra fer í opinberum erindagjörðum á leikana. „Þetta er köld vatnsgusa framan í fólk að sjálfstæðismenn skuli sína þennan tvískinnungshátt," segir Sveinn. 24.7.2008 11:08 Rússneski flotinn tafði för togarans Venusar í Barenthafi Heræfingar rússneska flotans töfðu för frystitogarans Venusar á miðin í Barentshafi í vikunni. 24.7.2008 10:55 Segir Kjartan tvístígandi ,,Kjartan er tvístígandi eins og í svo mörgu öðru. Ég átta mig ekki á því hvað hann er að boða," segir Svandís Svavarsdóttir varðandi yfirlýsingar Kjartans Magnússonar, stjórnarformanns Orkuveitunnar, varðandi Bitruvirkjun. 24.7.2008 10:49 Engar skemmdir þrátt fyrir skjálftana Engar skemmdir hafa orðið á eignum í Grímsey þrátt fyrir að jörð hafi skolfið þar undanfarinn sólarhring, að sögn Bjarna Magnússonar hreppstjóra þar. 24.7.2008 10:09 Ekki á valdi forseta Alþingis að kalla þing saman Það er ekki á valdi forseta Alþingis að kalla þing saman. Aðeins forseti með atbeina forsætisráðherra auk meirihluta þingmanna hefur vald til þess. 24.7.2008 09:28 Rafbúnaði á áningastöðum húsbíla verulega ábótavant Frágangi rafbúnaðar á áningastöðum húsbíla og hjólhýsa er mjög ábótavant í fjölda tilvika, samkvæmt könnumn öryggissviðs Neytendastofu. 24.7.2008 09:20 Segja makrílveiðarnar löglegar en siðlausar Makrílveiðar Íslendinga eru siðlausar þótt þær séu löglegar. Þetta er auk þess andstyggileg aðferð til að neyða önnur lönd til að veita Íslendingum hlutdeild í makrílkvótanum á Atlantshafi, segir leiðarahöfundur norska blaðsins Fiskeribladet-Fiskaren. 24.7.2008 07:52 Flugdrekaslys í Nýja dal á Sprengisandsleið Björgunarsveitarmaður úr hálendisvakt Slysavarnafélagsins Landsbjargar slasaðist þegar flugdreki, sem hann sveif í, féll til jarðar við Nýja dal á Sprengisandsleið seint í gærkvöldi. 24.7.2008 07:25 Eignaspjöll voru unnin á Háteigskirkju í nótt Eignaspjöll voru unnin á Háteigskirkju og leikskóla í Árbæ í nótt. Í báðum tilvikum voru rúður brotnar og í báðum tilvikum komust skemmdarvargarnir undan. 24.7.2008 07:22 Yfir 200 skjálftar mældust við Grímsey í nótt Yfir tvö hundruð jarðskjálftar hafa mælst í hafinu austur af Grímsey í nótt, en þar hófst ný skjálftahrina laust fyrir klukkan sjö í gærkvöldi með skjálfta upp á fjóra komma sjö á Richter. 24.7.2008 07:16 Kjartan ekki hættur við Bitruvirkjun „Ekki hefur verið hætt við Bitruvirkjun heldur undirbúningi hætt meðan málið er skoðað betur,“ segir Kjartan Magnússon, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. 24.7.2008 00:01 Jörð heldur áfram að titra við Grímsey Enn einn skjálftinn varð austnorðaustur af Grímsey rétt fyrir klukkan 21 í kvöld, nú af stærðinni 4,8 á Richter. Fyrr í kvöld varð annar skjálfti á svæðinu sem mældist 4,7 á Richter. 23.7.2008 22:30 Jarðskjálfti upp á um fimm á Richter við Grímsey Jarðskjálfti af stærð um fimm á Richter varð lukkan 18.36, um fjórtán kílómetra austnorðaustan af Grímsey eða á svipuðum slóðum og virknin hefur verið hvað mest í dag. 23.7.2008 20:29 Réðst með hníf á forstöðumann áfangaheimilis Fréttastofa Sjónvarps greindi frá því í kvöldfréttum sínum nú fyrir stuttu að íbúi á áfangaheimili Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík hafi ráðist með hníf á forstöðumann heimilisins og stungið hann þrisvar sinnum. 23.7.2008 20:01 Bílþjófar sífellt betur útbúnir Bílaþjófar eru sífellt betur útbúnir. Dæmi eru um að þjófar hafi tekið allt nýtilegt úr stolinni bifreið og skilið einungis flakið eftir. Á Íslandi er að meðaltali brotist inn í einn bíl á dag samkvæmt afbrotatölfræðir ríkislögreglustjóra. 23.7.2008 19:29 Iceland Express fá tvær Boeing 737-700 vélar Iceland Express mun í september taka í notkun tvær Boeing 737-700 flugvélar. Vélarnar eru mun sparneytnari og umhverfisvænni en þær flugvélar sem félagið hefur fram að þessu notað í millilandaflugi og eyða allt að 40% minna eldsneyti á hvern flugtíma en þær vélar sem félagið er nú með í notkun. 23.7.2008 19:09 Fjármálaráðherra fagnar gagnrýni flokksbræðra sinna Fjármálaráðherra fagnar gagnrýni þeirra Illuga Gunnarssonar og Bjarna Benediktssonar á efnahags- og peningastefnu stjórnvalda. Illugi segir gagnrýninni ekki beint sérstaklega að forystu Sjálfstæðisflokksins. 23.7.2008 18:57 Hjúkrunarfræðingar staðfesta samning Félagsmenn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga staðfestu kjarasamning milli félagsins og ríkisins frá 9. júlí, síðastliðnum, með 91% greiddra atkvæða. 23.7.2008 18:31 Samið í fyrsta sinn fyrir starfsfólk í ákvæðisvinnu við beitningu Starfsgreinasambandið og Landssamband smábátaeigenda, fyrir hönd starfsfólks í ákvæðisvinnu við beitningu, hefur verið samþykktur af báðum aðilum. Þetta er í fyrsta sinn sem samið er fyrir þennan hóp launafólks. 23.7.2008 18:09 Eldsneytisverð hefur lækkað um 2 krónur Skeljungur, Olís og Orkan hafa lækkað verð á eldsneyti um tvær krónur í dag . N1 hefur ekki lækkað verð í dag og segir Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, að þar á bæ vilji menn bíða og sjá til hvað gerist. 23.7.2008 16:21 Allt í lagi þó andarungar drepist Hundruðir Sílamáva eru komnir aftur á tjörnina en fyrr í sumar voru aðeins um 20 mávar á því svæði. Æti þeirra á sjó úti hefur að öllum líkindum brugðist að sögn Gunnars Þórs Hallgrímsson líffræðings. Sílamávurinn gæti haft áhrif á afkomu unganna við tjörnina. 23.7.2008 16:17 Hefur skilning og pólitískt þor Ég hef skilning á náttúruverndar- sjónarmiðum og pólitískt þor en það ekki þar með sagt að það þurfi að vera nákvæmlega það sama og menn biðja um hverju sinni, segir Kristján Möller, samgönguráðherra, í kjölfar yfirlýsingar Bergs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Landverndar, frá því fyrr í dag. 23.7.2008 16:09 Nýr mannauðsstjóri Mosfellsbæjar Sigríður Indriðadóttir hefur verið ráðin í nýtt starf mannauðsstjóra Mosfellsbæjar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bænum. 23.7.2008 15:19 Hasspabbinn hefur áður komið við sögu lögreglu Karlmaðurinn sem handtekinn var ásamt konu sinni fyrr í vikunni í Reykjanesbæ með 180 grömm af hassplöntum hefur áður komið við sögu lögreglunnar, að sögn Jóhanns Benediktssonar lögreglustjóra. 23.7.2008 15:18 Sigurður G. fær ekki að verja Jón Ólafs Kröfu Jóns Ólafssonar athafnamanns um að Sigurður G. Guðjónsson yrði skipaður verjandi hans var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu. Við þingfestingu ákærunnar í málinu fyrir skömmu fór saksóknari fram á að Sigurður yrði ekki skipaður verjandi, þar sem hann kynni að verða kallaður til sem vitni í málinu. 23.7.2008 14:49 Þriðjungur ók of hratt Ríflega þriðjungur ökumanna ók yfir leyfilegum hámarkshraða á höfuðborgarsvæðinu frá mars fram í júlí á vegarköflum þar sem mikið hefur verið um slys. 23.7.2008 14:48 Tjaldvagnar seljast vel í kreppunni Tjaldvagnar og fellihýsi seljast vel þrátt fyrir þá efnahagslægð sem verið hefur hér á landi. Bæði Arnar Barðdal hjá Víkurverkum og Björgvin Barðdal hjá Seglagerðinni Ægi segja söluna betri en von var á. Salan er þó ekki jafnmikil og síðasta sumar en þá varð sprenging í sölu tjaldvagna og fellihýsa. 23.7.2008 13:39 Sjá næstu 50 fréttir
Matsáætlun fyrir Kröfluvirkjun II kynnt Skipulagsstofnun hefur borist tillaga Landsvirkjunar að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum Kröfluvirkjun II sem verður allt að 150 megavatta jarðhitavirkjun við Kröflu í Skútustaðahreppi. 24.7.2008 17:36
,,Það er búið að slá Bitruvirkjun af" Ekkert verður af virkjun Bitru og vangaveltur um annað eru óþarfar, að sögn Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra. ,,Það er búið slá Bitruvirkjun af og það stendur á meðan að núverandi meirihluti F-lista og Sjálfstæðisflokks fer með stjórn borgarinnar." 24.7.2008 17:30
Björgunarsveitir á hálendinu hafa fengið um 150 hjálparbeiðnir Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hafa fengið hátt í 150 aðstoðarbeiðnir frá ferðafólki á hálendinu það sem af er sumri. 24.7.2008 16:39
Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald yfir innbrotsþjófi Tveir menn voru úrskurðaðir í sex daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis á þriðjudag. Mennirnir voru handteknir á mánudag ásamt tveimur öðrum mönnum vegna þriggja innbrota í Hafnarfirði og Garðabæ. 24.7.2008 16:35
„Fáránlegt að taka lán fyrir bíl eða jakkafötum“ „Það er í raun og veru glæpsamlegt finnst mér að rukka 25 prósent vexti," segir Salmann Tamimi, formaður félags múslima á Íslandi. Múslimar búa við nokkuð sem mörgum öðrum þætti líklega eftirsóknarvert í miðri kreppunni. Samkvæmt trú sinni mega þeir hvorki þiggja né greiða vexti af lánsfé. 24.7.2008 16:16
„Karlmenn segja nei við nauðgunum" Á morgun hefst opinberlega átak Karlahóps Femínistfélags Íslands sem ber merkið „Karlmenn segja Nei við nauðgunum." Byrjar átakið með baráttutónleikum gegn kynbundnu ofbeldi sem eru annað kvöld á Organ. Átak Karlahópsins verður í gangi fram yfir verslunarmannahelgina. 24.7.2008 16:14
Sorgleg staða vegna Listaháskólans Stjórn Torfusamtakanna harmar þá sorglegu stöðu sem upp er komin með áformum Listaháskóla Íslands um niðurrif sögulegrar húsaraðar við Laugaveg. 24.7.2008 16:06
Samfylkingarfólk skoðar neðri Þjórsá Á fjórða tug Samfylkingarfólks sem styður verndun neðri Þjórsár heimsækir í kvöld íbúa á svæðinu og fer í skoðunarleiðangur um svæðið sem fer undir vatn ef virkjunin verður að veruleika. Virkjunaráform í neðri Þjórsá hafa mætt andstöðu heimamanna. 24.7.2008 15:37
Liðsauki kallaður út til að leita mannsins í Esjunni Maðurinn sem leitað hefur verið að á Esjunni í dag er enn ófundinn. Um 70-80 björgunarsveitar og lögreglumenn hafa leitað mannsins í dag. Kallaður hefur verið út liðsauki frá Suðurnesjum og Vesturlandi og er áætlað að um leitarmenn verði um 120 eftir einn til tvo tíma. 24.7.2008 15:31
Búið að finna föt nakta mannsins á Esjunni Björgunarsveitir og lögregla hafa ekki enn fundið manninn sem tilkynnt var um að væri nakinn á gangi í Esjunni um hádegi í dag. Hinsvegar er búið að finna föt mannsins en talið er að hann sé útlendingur. 24.7.2008 14:28
Dómara urðu á réttarfarsleg mistök „Það kemur mér mjög á óvart að dómari hafi ekki leyft lögmönnum að færa rök fyrir máli sínu áður en úrskurður var kveðinn upp," segir Sigurður Líndal, professor emeritus í lögfræði. 24.7.2008 14:00
Fangelsismálastjóri ósáttur við Kvíabryggjufrétt DV Páll Winkel fangelsismálastjóri gagnrýnir vef- og prentmiðil DV fyrir að birta í dag frétt um fanga í fangelsinu Kvíabryggju sem sagður er stunda þar líkamsrækt af atorkusemi. Rekur blaðið feril fangans og segir hann stórhættulegan auk þess að birta myndir. 24.7.2008 13:54
Handleggsbraut sambýliskonu og son hennar Karlmaður var í gær dæmdur í Héraðasdómi Reykjaness í átta mánaða fangelsi fyrir að hafa ítrekað ráðast á fyrrverandi sambýliskonu sína og tvö börn hennar. Dómurinn er skilorðbundinn til sex mánaða. Að auki var hann dæmdur til að greiða fórnarlömbunum skaðabætur. 24.7.2008 13:11
Íslendingi hótað með hnífi á Sunny Beach Vísir sagði frá því fyrr í vikunni að dönsk ungmenni myndu enn flykkjast í svall á sumardvalarstaðinn Sunny Beach í Búlgaríu. Ströndin sem gengur undir nafninu Nauðgunarströndin í norrænum fjölmiðlum er annáluð fyrir ofbeldi og nauðganir. Þrátt fyrir þetta orðspor virðist aðsóknin ekki fara minnkandi. Íslenskir útskriftarnemar dvöldu þar árið 2006 24.7.2008 13:00
Meira en 900 skjálftar við Grímsey Jarðskjálftavirkni heldur áfram við Grímsey, 14-16 kílómetrum austan við eynna. Hafa nú verið yfir 900 skjálftar síðan virknin hófst um hádegisleytið í gær. Stærstu skjálftarnir voru í gærkvöldi og voru þeir 4,7 og 4,8 á richter. 24.7.2008 12:29
Leitað að nöktum manni á Esjunni Tilkynning barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir stundu um nakinn mann sem var í fjallgöngu upp Esjuna. Búið er að ræsa út björgunarsveitir sem eru á leiðinni á staðinn. Lítið er vitað annað en að maðurinn sé nakinn. 24.7.2008 12:28
Niðurstaða í máli Paul Ramses í ágúst Dóms-og kirkjumálaráðherra, Björn Bjarnason sagði í viðtali við Kastljósið í gærkvöldi að hann teldi að niðurstöðu í máli Paul Ramses væri að vænta í ágúst. Tvær vikur eru síðan lögfræðingur Paul Ramses lagði inn kæru í dómsmálaráðuneytið. Hún krafðist þess að ákvörðun Útlendingastofnunar yrði dæmd ógild vegna þess hvernig staðið var að málinu. 24.7.2008 12:02
Orð Kjartans stangast á Kjartan Magnússon sagði í maí að áformum um virkjun Bitru yrði ekki haldið áfram á kjörtímabilinu. Í dag segir hann að alls ekki hafi verið fallið frá hugmyndum um Bitruvirkjun og stjórn Orkuveitunnar hafi ákveðið að doka við. 24.7.2008 11:45
Gagnrýnir Kínaför forseta harðlega „Hann á bara að segja nei takk nema hann ætli að nota tækifærið og berja í borðið," segir Sveinn Magnússon, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Hann er ósáttur við að Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hafi þegið boð um að vera viðstaddur Ólympíuleikana í Peking. Og engu hrifnari af því ef Þorgerður Katrínar Gunnarsdóttir menntamálaráðherra fer í opinberum erindagjörðum á leikana. „Þetta er köld vatnsgusa framan í fólk að sjálfstæðismenn skuli sína þennan tvískinnungshátt," segir Sveinn. 24.7.2008 11:08
Rússneski flotinn tafði för togarans Venusar í Barenthafi Heræfingar rússneska flotans töfðu för frystitogarans Venusar á miðin í Barentshafi í vikunni. 24.7.2008 10:55
Segir Kjartan tvístígandi ,,Kjartan er tvístígandi eins og í svo mörgu öðru. Ég átta mig ekki á því hvað hann er að boða," segir Svandís Svavarsdóttir varðandi yfirlýsingar Kjartans Magnússonar, stjórnarformanns Orkuveitunnar, varðandi Bitruvirkjun. 24.7.2008 10:49
Engar skemmdir þrátt fyrir skjálftana Engar skemmdir hafa orðið á eignum í Grímsey þrátt fyrir að jörð hafi skolfið þar undanfarinn sólarhring, að sögn Bjarna Magnússonar hreppstjóra þar. 24.7.2008 10:09
Ekki á valdi forseta Alþingis að kalla þing saman Það er ekki á valdi forseta Alþingis að kalla þing saman. Aðeins forseti með atbeina forsætisráðherra auk meirihluta þingmanna hefur vald til þess. 24.7.2008 09:28
Rafbúnaði á áningastöðum húsbíla verulega ábótavant Frágangi rafbúnaðar á áningastöðum húsbíla og hjólhýsa er mjög ábótavant í fjölda tilvika, samkvæmt könnumn öryggissviðs Neytendastofu. 24.7.2008 09:20
Segja makrílveiðarnar löglegar en siðlausar Makrílveiðar Íslendinga eru siðlausar þótt þær séu löglegar. Þetta er auk þess andstyggileg aðferð til að neyða önnur lönd til að veita Íslendingum hlutdeild í makrílkvótanum á Atlantshafi, segir leiðarahöfundur norska blaðsins Fiskeribladet-Fiskaren. 24.7.2008 07:52
Flugdrekaslys í Nýja dal á Sprengisandsleið Björgunarsveitarmaður úr hálendisvakt Slysavarnafélagsins Landsbjargar slasaðist þegar flugdreki, sem hann sveif í, féll til jarðar við Nýja dal á Sprengisandsleið seint í gærkvöldi. 24.7.2008 07:25
Eignaspjöll voru unnin á Háteigskirkju í nótt Eignaspjöll voru unnin á Háteigskirkju og leikskóla í Árbæ í nótt. Í báðum tilvikum voru rúður brotnar og í báðum tilvikum komust skemmdarvargarnir undan. 24.7.2008 07:22
Yfir 200 skjálftar mældust við Grímsey í nótt Yfir tvö hundruð jarðskjálftar hafa mælst í hafinu austur af Grímsey í nótt, en þar hófst ný skjálftahrina laust fyrir klukkan sjö í gærkvöldi með skjálfta upp á fjóra komma sjö á Richter. 24.7.2008 07:16
Kjartan ekki hættur við Bitruvirkjun „Ekki hefur verið hætt við Bitruvirkjun heldur undirbúningi hætt meðan málið er skoðað betur,“ segir Kjartan Magnússon, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. 24.7.2008 00:01
Jörð heldur áfram að titra við Grímsey Enn einn skjálftinn varð austnorðaustur af Grímsey rétt fyrir klukkan 21 í kvöld, nú af stærðinni 4,8 á Richter. Fyrr í kvöld varð annar skjálfti á svæðinu sem mældist 4,7 á Richter. 23.7.2008 22:30
Jarðskjálfti upp á um fimm á Richter við Grímsey Jarðskjálfti af stærð um fimm á Richter varð lukkan 18.36, um fjórtán kílómetra austnorðaustan af Grímsey eða á svipuðum slóðum og virknin hefur verið hvað mest í dag. 23.7.2008 20:29
Réðst með hníf á forstöðumann áfangaheimilis Fréttastofa Sjónvarps greindi frá því í kvöldfréttum sínum nú fyrir stuttu að íbúi á áfangaheimili Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík hafi ráðist með hníf á forstöðumann heimilisins og stungið hann þrisvar sinnum. 23.7.2008 20:01
Bílþjófar sífellt betur útbúnir Bílaþjófar eru sífellt betur útbúnir. Dæmi eru um að þjófar hafi tekið allt nýtilegt úr stolinni bifreið og skilið einungis flakið eftir. Á Íslandi er að meðaltali brotist inn í einn bíl á dag samkvæmt afbrotatölfræðir ríkislögreglustjóra. 23.7.2008 19:29
Iceland Express fá tvær Boeing 737-700 vélar Iceland Express mun í september taka í notkun tvær Boeing 737-700 flugvélar. Vélarnar eru mun sparneytnari og umhverfisvænni en þær flugvélar sem félagið hefur fram að þessu notað í millilandaflugi og eyða allt að 40% minna eldsneyti á hvern flugtíma en þær vélar sem félagið er nú með í notkun. 23.7.2008 19:09
Fjármálaráðherra fagnar gagnrýni flokksbræðra sinna Fjármálaráðherra fagnar gagnrýni þeirra Illuga Gunnarssonar og Bjarna Benediktssonar á efnahags- og peningastefnu stjórnvalda. Illugi segir gagnrýninni ekki beint sérstaklega að forystu Sjálfstæðisflokksins. 23.7.2008 18:57
Hjúkrunarfræðingar staðfesta samning Félagsmenn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga staðfestu kjarasamning milli félagsins og ríkisins frá 9. júlí, síðastliðnum, með 91% greiddra atkvæða. 23.7.2008 18:31
Samið í fyrsta sinn fyrir starfsfólk í ákvæðisvinnu við beitningu Starfsgreinasambandið og Landssamband smábátaeigenda, fyrir hönd starfsfólks í ákvæðisvinnu við beitningu, hefur verið samþykktur af báðum aðilum. Þetta er í fyrsta sinn sem samið er fyrir þennan hóp launafólks. 23.7.2008 18:09
Eldsneytisverð hefur lækkað um 2 krónur Skeljungur, Olís og Orkan hafa lækkað verð á eldsneyti um tvær krónur í dag . N1 hefur ekki lækkað verð í dag og segir Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, að þar á bæ vilji menn bíða og sjá til hvað gerist. 23.7.2008 16:21
Allt í lagi þó andarungar drepist Hundruðir Sílamáva eru komnir aftur á tjörnina en fyrr í sumar voru aðeins um 20 mávar á því svæði. Æti þeirra á sjó úti hefur að öllum líkindum brugðist að sögn Gunnars Þórs Hallgrímsson líffræðings. Sílamávurinn gæti haft áhrif á afkomu unganna við tjörnina. 23.7.2008 16:17
Hefur skilning og pólitískt þor Ég hef skilning á náttúruverndar- sjónarmiðum og pólitískt þor en það ekki þar með sagt að það þurfi að vera nákvæmlega það sama og menn biðja um hverju sinni, segir Kristján Möller, samgönguráðherra, í kjölfar yfirlýsingar Bergs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Landverndar, frá því fyrr í dag. 23.7.2008 16:09
Nýr mannauðsstjóri Mosfellsbæjar Sigríður Indriðadóttir hefur verið ráðin í nýtt starf mannauðsstjóra Mosfellsbæjar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bænum. 23.7.2008 15:19
Hasspabbinn hefur áður komið við sögu lögreglu Karlmaðurinn sem handtekinn var ásamt konu sinni fyrr í vikunni í Reykjanesbæ með 180 grömm af hassplöntum hefur áður komið við sögu lögreglunnar, að sögn Jóhanns Benediktssonar lögreglustjóra. 23.7.2008 15:18
Sigurður G. fær ekki að verja Jón Ólafs Kröfu Jóns Ólafssonar athafnamanns um að Sigurður G. Guðjónsson yrði skipaður verjandi hans var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu. Við þingfestingu ákærunnar í málinu fyrir skömmu fór saksóknari fram á að Sigurður yrði ekki skipaður verjandi, þar sem hann kynni að verða kallaður til sem vitni í málinu. 23.7.2008 14:49
Þriðjungur ók of hratt Ríflega þriðjungur ökumanna ók yfir leyfilegum hámarkshraða á höfuðborgarsvæðinu frá mars fram í júlí á vegarköflum þar sem mikið hefur verið um slys. 23.7.2008 14:48
Tjaldvagnar seljast vel í kreppunni Tjaldvagnar og fellihýsi seljast vel þrátt fyrir þá efnahagslægð sem verið hefur hér á landi. Bæði Arnar Barðdal hjá Víkurverkum og Björgvin Barðdal hjá Seglagerðinni Ægi segja söluna betri en von var á. Salan er þó ekki jafnmikil og síðasta sumar en þá varð sprenging í sölu tjaldvagna og fellihýsa. 23.7.2008 13:39