Innlent

Ekki á valdi forseta Alþingis að kalla þing saman

Það er ekki á valdi forseta Alþingis að kalla þing saman. Aðeins forseti Íslands með atbeina forsætisráðherra auk meirihluta þingmanna hefur vald til þess.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sturlu Böðvarssyni, forseta Alþingis, vegna tillögu þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs þar sem lagt var til að Alþingi komi saman til funda eftir verslunarmannahelgi til að ræða stöðuna í efnahags- og atvinnumálum.

Í samræmi við nýmæli þingskapa sem tóku gildi í byrjun árs er gert ráð fyrir þing- og nefndarfundum í september þar sem færi gefst á að ljúka umfjöllun og afgreiðslu þingmála áður en nýtt þing er sett í októberbyrjun. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis mun þingið starfa tvær fyrstu vikurnar í september og gefst þingmönnum þá færi á taka þau mál til umfjöllunar sem á þeim brennur.

Þó að þingfundum hafi verið frestað geta nefndir haldið áfram störfum. Samkvæmt hinum nýju þingsköpum skal þó ekki boða til nefndarfunda í sumarhléi frá 1. júlí til 10. ágúst nema brýn nauðsyn krefji. Það er jafnan á forræði nefndar en ekki forseta Alþingis að ákveða hvort fundur skuli boðaður í sumarhléi.

Svar Sturlu er hægt að nálgast í heild sinni hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×