Íslendingi hótað með hnífi á Sunny Beach Breki Logason skrifar 24. júlí 2008 13:00 Sigurður með stráhatt í útskriftarferðinni á Sunny Beach Vísir sagði frá því fyrr í vikunni að dönsk ungmenni myndu enn flykkjast í svall á sumardvalarstaðinn Sunny Beach í Búlgaríu. Ströndin sem gengur undir nafninu Nauðgunarströndin í norrænum fjölmiðlum er annáluð fyrir ofbeldi og nauðganir. Þrátt fyrir þetta orðspor virðist aðsóknin ekki fara minnkandi. Íslenskir útskriftarnemar dvöldu þar árið 2006 Í umræddri frétt Vísis fengust þær upplýsingar frá Sambandi íslenskra framhaldsskólanema að ekki væri vitað til þess að íslenskir nemar hefðu farið í útskriftarferð til Sunny Beach. Við nánari eftirgrennslan kom hinsvegar í ljós að a.mk. þrír framhaldsskólar fóru í útskriftarferð til Sunny Beach árið 2006. Menntaskólinn við Sund, Menntaskólinn í Kópavogi og Verzlunarskóli Íslands sendu útskriftarnema til Búlgaríu. Verzlunarskólanemar lentu í nokkrum hremmingum á staðnum og var meðal annars ráðist á stelpur úr hópnum auk þess sem ein þeirra var skorin á höndum og í andliti. Sigurður Svansson fór með Menntaskólanum við Sund í ágúst 2006 og segir ferðina hafa verið mjög fína. „Það er hinsvegar rétt það sem kemur fram í þessari frétt, að þetta er stórhættulegt place," segir Sigurður sem nú stundar nám við Háskóla Íslands. Sigurður varð sjálfur fyrir leiðinlegri reynslu þegar hann gekk ásamt nokkrum félögum eftir aðalgötu Sunny Beach. Þá mætti hann manni sem var með slöngur, krókódíla og myndavél um hálsinn. „Skyndilega hendir hann slöngu utan um hálsinn á mér sem ég tók ekkert alltof vel í og neitaði síðan að borga fyrir myndina. Þá tók hann bara upp rýting, setti hann upp við magann á mér og sagðist stinga mig ef ég myndi ekki borga," segir Sigurður sem var peningalaus. „Félagi minn hljóp þá út í hraðbanka og náði í peninga og ég borgaði honum. Þetta var sko á aðalgötunni og fullt af fólki í kring." Fyrir utan þessa uppákomu segir Sigurður að Sunny Beach sé algjört „partýplace" sem er troðfullt af skemmtistöðum og strippbúllum. „Okkur var sagt í upphafi ferðarinnar að vera ekkert að fara niður á strönd þegar það væri orðið dimmt. Það kom samt fyrir að einhverjir fóru og einn strákur lenti þá í manni með kylfur sem var að reyna að selja honum dóp. Ég vissi samt ekki að þetta væri svona slæmt," segir Sigurður og vitnar í fyrrnefnda grein Vísis. Tengdar fréttir Dönsk ungmenni flykkjast enn í svall á Sunny Beach Ferðamannastaðurinn Sunny Beach í Búlgaríu laðar enn að sér dönsk ungmenni þrátt fyrir að staðurinn hafi fengið mjög slæma umfjöllun í dönskum fjölmiðlum og víðar. Er hann annálaður fyrir svall og óheflaða skemmtanamenningu. Ofbeldi og nauðganir hafa einnig verið tíð þar og hefur staðurinn til dæmis gengið undir nafninu Nauðgunarströndin í norrænum fjölmiðlum. 22. júlí 2008 12:56 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Vísir sagði frá því fyrr í vikunni að dönsk ungmenni myndu enn flykkjast í svall á sumardvalarstaðinn Sunny Beach í Búlgaríu. Ströndin sem gengur undir nafninu Nauðgunarströndin í norrænum fjölmiðlum er annáluð fyrir ofbeldi og nauðganir. Þrátt fyrir þetta orðspor virðist aðsóknin ekki fara minnkandi. Íslenskir útskriftarnemar dvöldu þar árið 2006 Í umræddri frétt Vísis fengust þær upplýsingar frá Sambandi íslenskra framhaldsskólanema að ekki væri vitað til þess að íslenskir nemar hefðu farið í útskriftarferð til Sunny Beach. Við nánari eftirgrennslan kom hinsvegar í ljós að a.mk. þrír framhaldsskólar fóru í útskriftarferð til Sunny Beach árið 2006. Menntaskólinn við Sund, Menntaskólinn í Kópavogi og Verzlunarskóli Íslands sendu útskriftarnema til Búlgaríu. Verzlunarskólanemar lentu í nokkrum hremmingum á staðnum og var meðal annars ráðist á stelpur úr hópnum auk þess sem ein þeirra var skorin á höndum og í andliti. Sigurður Svansson fór með Menntaskólanum við Sund í ágúst 2006 og segir ferðina hafa verið mjög fína. „Það er hinsvegar rétt það sem kemur fram í þessari frétt, að þetta er stórhættulegt place," segir Sigurður sem nú stundar nám við Háskóla Íslands. Sigurður varð sjálfur fyrir leiðinlegri reynslu þegar hann gekk ásamt nokkrum félögum eftir aðalgötu Sunny Beach. Þá mætti hann manni sem var með slöngur, krókódíla og myndavél um hálsinn. „Skyndilega hendir hann slöngu utan um hálsinn á mér sem ég tók ekkert alltof vel í og neitaði síðan að borga fyrir myndina. Þá tók hann bara upp rýting, setti hann upp við magann á mér og sagðist stinga mig ef ég myndi ekki borga," segir Sigurður sem var peningalaus. „Félagi minn hljóp þá út í hraðbanka og náði í peninga og ég borgaði honum. Þetta var sko á aðalgötunni og fullt af fólki í kring." Fyrir utan þessa uppákomu segir Sigurður að Sunny Beach sé algjört „partýplace" sem er troðfullt af skemmtistöðum og strippbúllum. „Okkur var sagt í upphafi ferðarinnar að vera ekkert að fara niður á strönd þegar það væri orðið dimmt. Það kom samt fyrir að einhverjir fóru og einn strákur lenti þá í manni með kylfur sem var að reyna að selja honum dóp. Ég vissi samt ekki að þetta væri svona slæmt," segir Sigurður og vitnar í fyrrnefnda grein Vísis.
Tengdar fréttir Dönsk ungmenni flykkjast enn í svall á Sunny Beach Ferðamannastaðurinn Sunny Beach í Búlgaríu laðar enn að sér dönsk ungmenni þrátt fyrir að staðurinn hafi fengið mjög slæma umfjöllun í dönskum fjölmiðlum og víðar. Er hann annálaður fyrir svall og óheflaða skemmtanamenningu. Ofbeldi og nauðganir hafa einnig verið tíð þar og hefur staðurinn til dæmis gengið undir nafninu Nauðgunarströndin í norrænum fjölmiðlum. 22. júlí 2008 12:56 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Dönsk ungmenni flykkjast enn í svall á Sunny Beach Ferðamannastaðurinn Sunny Beach í Búlgaríu laðar enn að sér dönsk ungmenni þrátt fyrir að staðurinn hafi fengið mjög slæma umfjöllun í dönskum fjölmiðlum og víðar. Er hann annálaður fyrir svall og óheflaða skemmtanamenningu. Ofbeldi og nauðganir hafa einnig verið tíð þar og hefur staðurinn til dæmis gengið undir nafninu Nauðgunarströndin í norrænum fjölmiðlum. 22. júlí 2008 12:56