Innlent

Yfir 200 skjálftar mældust við Grímsey í nótt

Yfir tvö hundruð jarðskjálftar hafa mælst í hafinu austur af Grímsey í nótt, en þar hófst ný skjálftahrina laust fyrir klukkan sjö í gærkvöldi með skjálfta upp á fjóra komma sjö á Richter.

Rétt fyrir klukkan níu varð annar upp á fjóra komma átta og einn upp á tæpa fjóra rétt fyrir miðnætti, en hinir hafa verið á bilinu einn til þrír.

Hús hafa skolfið í Grímsey og var fólki ekki svefnsamt í gærkvöldi. Ekki er þó vitað um tjón nema á lausamunum, sem féllu úr hillum og brotnuðu.

Skjálftarnir fundust líka vel á Tjörnesi og allt inn í Svarvaðadal. Upptök skjálftanna eru á sprungubelti tíu til tuttugu kílómetra austur af Grímsey.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×