Innlent

Eignaspjöll voru unnin á Háteigskirkju í nótt

Eignaspjöll voru unnin á Háteigskirkju og leikskóla í Árbæ í nótt. Í báðum tilvikum voru rúður brotnar og í báðum tilvikum komust skemmdarvargarnir undan.

Vitni sáu til tveggja manna á hlaupum frá leikskólanum þegar lögregla nálgaðist staðinn og eru þeir ófundnir. Styggð virðist líka hafa komið að þeim sem voru að verki við Háteigskirkju og forðuðu þeir sér án þess að fara inn í kirkjuna í leit að verðmætum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×