Innlent

Jörð heldur áfram að titra við Grímsey

Steinþór Helgi Arnsteinsson skrifar
Kort sem sýnir stærð og magn skjálftanna í dag. Tekið af heimasíðu Veðurstofu Íslands.
Kort sem sýnir stærð og magn skjálftanna í dag. Tekið af heimasíðu Veðurstofu Íslands.

Enn einn skjálftinn varð austnorðaustur af Grímsey rétt fyrir klukkan 21 í kvöld, nú af stærðinni 4,8 á Richter. Fyrr í kvöld varð annar skjálfti á svæðinu sem mældist 4,7 á Richter.

Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að skjálftahrinur sem þessar séu langt frá því óalgengar á þessu svæði. Hann treysti sér þó ekki til að fullyrða um hvort von væri á stærri skjálftum. ,,Skjálftarnir virðast samt frekar í rénum en annað."

Að sögn Halldórs eru engin merki um að skjálftarnir séu upphafið að neðansjávargosi. ,,Það gæti þó komið upp kvika en það er ekki líklegt," útskýrir Halldór.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×