Innlent

Rússneski flotinn tafði för togarans Venusar í Barenthafi

Heræfingar rússneska flotans töfðu för frystitogarans Venusar á miðin í Barentshafi í vikunni.

Þetta kemur fram á heimasíðu HB Granda í dag. Þar er segir Steindór Sverrisson gæðastjóri útgerðarinnar að stórum svæðum hafi verið lokað fyrir almennri skipaumferð innan rússnesku lögsögunnar vegna flotaæfinganna.

Því þurfti Venus að taka stóran krók framhjá bannsvæðinu. Aflabrögðin hjá Venusi hafa verið heldur treg, mest 20 tonn á sólarhing.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×