Innlent

Rafbúnaði á áningastöðum húsbíla verulega ábótavant

Frágangi rafbúnaðar á áningastöðum húsbíla og hjólhýsa er mjög ábótavant í fjölda tilvika, samkvæmt könnumn öryggissviðs Neytendastofu.

Kannað var ástand á rúmlega 30 stöðum , þar sem þessi þjónusta er veitt og voru gerðar fjölmargar athugasemdir við merkingar í rafmagnstöflum, almennt ástand þeirra, frágang tauga og lekastraumsrofa.

Athygli vekur að á þeim þrettán stöðum , sem gerðar voru athugasemdir við í sambærilegrti könnun fyrir þremur árum, hefur lítið eða ekkert verið bætt úr ástandinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×