Innlent

Sorgleg staða vegna Listaháskólans

Stjórn Torfusamtakanna harmar þá sorglegu stöðu sem upp er komin með áformum Listaháskóla Íslands um niðurrif sögulegrar húsaraðar við Laugaveg. Áætlað er að nýbygging skólans á svo kölluðum Frakkastígsreit í hjarta höfuðborgarinnar verði tilbúin haustið 2011. Nýverið var kynnt tillaga +Arkitekta að nýbyggingunni sem gerir hún ráð fyrir því að öll húsin á reitnum hverfi utan eitt.

Samtökin segja að vinningstillagan endurspegli í eðli sínu neikvæða afstöðu Listaháskólans til húsverndar. ,,Vandséð er hvernig hægt er að setja öðrum fjárfestum við Laugaveg og víðar slík viðmið að þeir virði götumynd og byggingararf, þegar stofnun eins og LHI kýs að ganga fram með þessum hætti."

Þá harma samtökin einnig að markmið um að aðlögun nýbyggingar Listaháskólans að götumynd Laugavegar og viðkvæmum mælikvarða og einkennum byggðar í gamla bænum skuli ekki hafa fengið það vægi sem fyrirheit voru gefin um í útboðslýsingu keppninnar.

Stjórn Torfusamtakanna skorar á Skipulagsráð Reykjavíkur að hvika ekki frá markaðri stefnu sinni um húsvernd við Laugaveg og að húsaröðin Laugavegur 41-45 fái að standa.






Tengdar fréttir

Listaháskóli á Frakkastígsreit

Áætlað er að nýbygging Listaháskóla Íslands á svo kölluðum Frakkastígsreit í hjarta höfuðborgarinnar verði tilbúin haustið 2011. Í dag voru kynntar niðurstöður úr samkeppni um hönnun á byggingu skólans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×