Innlent

„Karlmenn segja nei við nauðgunum"

Á morgun hefst opinberlega átak Karlahóps Femínistfélags Íslands sem ber merkið „Karlmenn segja Nei við nauðgunum." Byrjar átakið með baráttutónleikum gegn kynbundnu ofbeldi sem eru annað kvöld á Organ. Átak Karlahópsins verður í gangi fram yfir verslunarmannahelgina.

Karlahópur Femínistafélagsins leggur áherslu á að virkja sem flesta í baráttunni gegn nauðgunum og kynbundnu ofbeldi. Hófst átakið árið 2003 og hefur það orðið viðameira ár frá ári. Verða meðlimir Karlahópsins í Vestmanneyjum, á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu um verslunarmannahelgina.

„Markmiðið með átakinu „Karlmenn segja NEI við nauðgunum" er að hitta og ræða við karlmenn, unga sem aldna, um áhrif og alvarleika nauðgana og leggja áherslu á mikilvægi þess að karlar taki virkan þátt í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi." segir í fréttatilkynningu frá Karlahópi Femínistafélagsins.

Frítt er inn á tónleikana en öll frjáls framlög renna til átaksins. Mun Karlhópurinn kynna og fræða tónleikagesti um átakið og aðra starfsemi hópsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×