Innlent

Flugdrekaslys í Nýja dal á Sprengisandsleið

Björgunarsveitarmaður úr hálendisvakt Slysavarnafélagsins Landsbjargar slasaðist þegar flugdreki, sem hann sveif í, féll til jarðar við Nýja dal á Sprengisandsleið seint í gærkvöldi.

Hann kenndi eymsla í baki og var til öryggis kallað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem sótti hann og flutti til Reykjavíkur í nótt.

Hann gekkst undir læknishendur á Slysadeild Landsspítalans en mun ekki vera alvarlega slasaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×