Innlent

Búið að finna föt nakta mannsins á Esjunni

Breki Logason skrifar
Stjórnstöðvarbíll frá Björgunarsveitinni er við rætur Esju.
Stjórnstöðvarbíll frá Björgunarsveitinni er við rætur Esju. MYND/GVA

Björgunarsveitir og lögregla hafa ekki enn fundið manninn sem tilkynnt var um að væri nakinn á gangi í Esjunni um hádegi í dag. Hinsvegar er búið að finna föt mannsins en talið er að hann sé útlendingur.

Lögreglan vill lítið tjá sig um málið sem hún segist líta mjög alvarlegum augum.

Gunnar V. Andrésson ljósmyndari Fréttablaðsins er staddur á svæðinu og segir fjölda leitarhunda og björgunarfólks vera í fjallinu. Einnig er þyrla mætt á svæðið.

Gunnar segir að föt mannsins hafi fundist í um 200 metra hæð en fólkið sem mætti honum í hádeginu í dag var í um 500 metra hæð.







Lögreglan telur þetta vera bíl mannsins.

Hann segir einnig að menn telji sig hafa séð slóð eftir manninn sem er berfættur. „Slóðin var uppi á Þverfjallshorni þannig að hann hefur farið yfir klifið sem er varla fært berfættu fólki."

Gunnar hefur einnig eftir lögreglumanni á svæðinu að þekkt sé þegar menn ofkælist að þeir rífi sig úr fötunum.

Lögreglan telur einnig að bíll mannsins sé staddur á planinu fyrir neðan Esjuna. Það er hvít Toyota Corolla.




Tengdar fréttir

Leitað að nöktum manni á Esjunni

Tilkynning barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir stundu um nakinn mann sem var í fjallgöngu upp Esjuna. Búið er að ræsa út björgunarsveitir sem eru á leiðinni á staðinn. Lítið er vitað annað en að maðurinn sé nakinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×