Innlent

Matsáætlun fyrir Kröfluvirkjun II kynnt

Krafla við Mývatn.
Krafla við Mývatn.

Skipulagsstofnun hefur borist tillaga Landsvirkjunar að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum Kröfluvirkjun II sem verður allt að 150 megavatta jarðhitavirkjun við Kröflu í Skútustaðahreppi.

Allir geta kynnt sé tillöguna og lagt fram athugasemdir. Hægt er að skoða tillögunni hjá Skipulagsstofnun og á heimasíðu Landsvirkjunar og Mannvits.

Stefnt er að því að ákvörðun Skipulagsstofnunar um tillögu framkvæmdaraðila að matsáætlun muni liggja fyrir 22. ágúst næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×