Innlent

Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald yfir innbrotsþjófi

Tveir menn voru úrskurðaðir í sex daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis á þriðjudag. Mennirnir voru handteknir á mánudag ásamt tveimur öðrum mönnum vegna þriggja innbrota í Hafnarfirði og Garðabæ.

Við húsleit hjá mönnunum tveimur fannst töluvert af munum sem talið er að séu illa fengnir. Á grundvelli rannsóknarhagsmuna voru mennirnir tveir því úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að hinum hafi verið sleppt.

Annar mannanna kærði úrskurðinn til Hæstaréttar. En í dag staðfesti Hæstiréttur úrskurð Héraðsdóms og skal maðurinn sæta gæsluvarðhaldi til 28.júlí næstkomandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×