Fleiri fréttir Staðlað eyðublað vegna meðmælenda tilbúið Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur látið hanna staðlað eyðublað fyrir þá sem hyggjast safna meðmælendum fyrir forsetaframboð. Þetta kemur fram á vef dómsmálaráðuneytisins. Þar segir einnig að meðmælendur skuli rita með eigin hendi á eyðublaðið en tekið er fram að meðmæli séu gild þótt þau berist ekki á eyðublaðinu. 8.1.2008 12:03 Ólafur Örn meðal þriggja sem komu til greina í starf ferðamálastjóra Ólafur Örn Haraldsson, fyrrverandi forstjóri Ratsjárstofnunar og forseti Ferðafélags Íslands, var einn þeirra þriggja sem komu helst til greina í starf ferðamálastjóra en ráðið var í stöðuna á dögunum. Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálastofu, sem einnig var í þriggja manna hópnum, íhugar að leita eftir rökstuðningi iðnaðarráðherra fyrir ráðningunni. 8.1.2008 11:35 Fimm sviptir ökuleyfi á staðnum með nýju öndunarsýnatæki Fimm ökumenn í umdæmi lögreglunnar á Akranesi hafa verið sviptir ökuréttindum á staðnum eftir að lögreglan tók í notkun nýtt öndunarsýnatæki í byrjun desember. 8.1.2008 11:15 Tíu mánaða fangelsi fyrir árás með straujárni Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í tíu mánaða fangelsi fyrir stórfelllda líkamsárás með því að hafa slegið annan mann ítrekað í höfuðið með straubolta og fleiri hlutum. Við þetta fékk fórnarlambið mar á heila, heilahristing, tvo skurði á höfði, 7-8 stórar markúlur á höfði, bólgur og mar á hægra auga. Þá brotnuðu þrjár tennur og sex losnuðu. 8.1.2008 10:03 Býðst til að endurbyggja Laugaveg 4 og 6 á eigin kostnað Anna Sigurlaug Pálsdóttir, dóttir Páls Samúelssonar, fyrrverandi eiganda Toyota-umboðsins, hefur boðist til að endurbyggja húsin við Laugaveg fjögur og sex á eigin kostnað. 8.1.2008 09:27 Hafnarfjörður 100 ára Hafnarfjarðarkaupstaður heldur upp á 100 ára afmæli sitt á þessu ári og verður því fagnað með fjölda viðburða sem kynntir verða á blaðamannafundi klukkan 13 í dag. Afmælisdagurinn er 1. júní en á þeim degi fyrir 100 árum fékk Hafnarfjörður kaupstaðaréttindi, þá var einnig fyrsti kjörfundurinn haldinn í Góðtemplarahúsinu. 8.1.2008 09:23 Ekki fengist hærra verð fyrir karfa Verð fyrir heilan ísaðan karfa af Íslandsmiðum hefur farið upp í 565 krónur fyrir kílóið á fiksmarkaðnum í Bremerhafen í Þýskalandi síðustu daga sem er langhæsta verð sem fengist hefur til þessa. 8.1.2008 09:20 MND-félagið fær styrk frá heilbrigðisráðuneyti og Suðurnesjamönnum Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra afhenti MND-félaginu styrk til starfsemi sinnar í gær, samtals um 500 þúsund krónur. 8.1.2008 09:15 Ráðning ferðamálastjóra á skjön við þróun ferðaþjónustu Félag háskólamenntaðra ferðamálafræðinga (FHF) telur ráðningu nýs ferðamálastjóra algjörlega á skjön við þróun íslenskra ferðaþjónustu undanfarin ár og ekki í takt við þarfir greinarinnar. 8.1.2008 08:04 Vilja að ríkið hlusti á kröfur verkalýðshreyfingarinnar Vinstri-grænir á Akureyri skora á ríkisstjórnina að koma myndarlega til móts við kröfur verkalýðshreyfingarinnar um aðgerðir til að bæta kjör tekjulægri hópa samfélagsins með hækkun skattleysismarka, hækkun barnabóta og auknum stuðningi við fólk vegna stóraukins húsnæðiskostnaðar. 7.1.2008 23:34 Maðurinn sem lést í Tunguseli Maðurinn sem lést í eldsvoða í fjölbýlishúsi við Tungusel í Reykjavík í morgun hét Hilmar Ragnarsson, Hann var 45 ára gamall úr Reykjavík og lætur eftir sig þrjú börn á aldrinum 6 til 15 ára. Kona og tveir drengir, sem bjuggu í íbúðinni þar sem eldurinn kom upp, björguðust. 7.1.2008 20:08 Gasleki á Bragagötu Slökkviliðið var kallað að húsi við Bragagötu í kvöld en þar lak gas úr gaskúti. Ekki er vitað hve margir voru í húsinu þegar lekinn kom upp, en fólkið yfirgaf húsið á meðan slökkviliðið kannaði aðstæður. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er ekki talið að mikil hætta hafi verið á ferðum. 7.1.2008 22:05 Banaslysið í Reykjanesbæ enn í rannsókn Farbann yfir karli, sem talið er að hafi ekið á fjögurra ára dreng í Reykjanesbæ í lok nóvember, með þeim afleiðingum að hann lést, rennur út á morgun. Eyjólfur Kristjánsson, hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum, segir að ákveðið verði í fyrramálið hvort farið verður fram á að farbannið verði framlengt. 7.1.2008 18:19 Tíu nýir ABC sendiherrar ABC barnahjálpin kynnti í dag tíu nýja sendiherrra samtakanna. Þetta er gert í tilefni af tuttugu ára afmæli samtakanna, en sendiherrunum er ætlað að kynna starfsemi samtakanna. 7.1.2008 19:25 Von á reglum um gjafir til ráðamanna Siðareglur alþingismanna verða settar á þessu kjörtímabili. Eins er verið að vinna að reglum um gjafir til ráðamanna í forsætisráðuneytinu. Aðstoðarmaður forsætisráðherra segir gjafir einkafyrirtækja til ráðamanna verðlitlar og táknrænar. 7.1.2008 19:18 Tillögur viðskiptaráðherra ásættanlegar Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra kynnti í dag niðurstöður starfshóps sem hann skipaði í lok sumars um heimildir fjármálafyrirtækja til gjaldtöku. 7.1.2008 18:39 Á 115 km hraða á Laugavegi Tveir karlmenn, 18 og 22 ára, voru sviptir ökuréttindum til bráðabirgða aðfaranótt laugardags en þeir voru staðnir að hraðakstri á Laugavegi á móts við Bolholt. 7.1.2008 17:57 Fluttur á sjúkrahús eftir árekstur á Glerárgötu Maður var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri eftir árekstur jepplings og fólksbíls á Glerárgötu til móts við Borgarbraut á fjórða tímanum í dag. 7.1.2008 16:54 Sex mánaða fangelsi fyrir árás í Garðastræti Átján ára piltur var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði skilorðsbundna í þrjú ár, fyrir alvarlega líkamsárás í Garðastræti á nýársnótt í fyrra. 7.1.2008 16:21 Hraðþjónusta hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðisstofnun Suðurnesja býður nú upp á sérstaka hraðþjónustu heilsugæslunnar á dagvinnutíma fyrir þá sem eiga við skammtímavanda að etja. 7.1.2008 15:56 Fagnar því að seðilgjöld verði felld niður Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, fagnar því að fella eigi niður seðilgjöld og væntir þess að síðari skref sem stigin verða í tengslum við gjaldtöku banka og sparisjóða verði í þágu neytenda. 7.1.2008 15:31 Bjargaði fjölskyldu rétt áður en hann dó - styrktarsöfnun hafin Maðurinn sem lést í brunanum í Tunguseli í morgun vann mikla hetujdáð þegar hann bar vinkonu sínu og tvo syni hennar út úr brennandi íbúðinni. 7.1.2008 15:16 Bíl ekið á ljósastaur á Skúlagötu Bifreið ók á ljósastaur á Skúlagötu fyrir um hálftíma síðan. Tveir sjúkrabílar eru á vettvangi auk tækjabíls frá slökkviliði en ekki er vitað á þessari stundu hvort og hve margir hafi slasast í árekstrinum. 7.1.2008 14:34 Hver er þessi Dabbi Grensás? „Davíð Smári eða Dabbi Grensás eins og flestir þekkja hann, var einn hættulegasti gangsterinn á götunni forðum daga. Hann rúlaði Breiðholtinu eins vel og hann rúlaði Grensásveginum. Hann var þekktur fyrir að lemja þá sem fyrir honum urðu og voru það margir.“ 7.1.2008 14:08 Nærri 30 ára gamalt mjólkurframleiðslumet slegið rækilega Nærri 30 ára gamalt met í mjólkurframleiðslu var slegið á síðasta ári þegar 126 milljónir lítra af mjólk voru framleiddar. 7.1.2008 13:18 Fjórtán stöðvaðir fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu Lögreglan á Selfossi stöðvaði 14 ökumenn í síðustu viku fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu við gatnamót. 7.1.2008 13:07 Fjárhagsaðstoð borgarinnar hækkaði um áramót Fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar hækkaði um 4,2 prósent um síðustu áramót samkvæmt ákvörðun sem tekin var á fundi borgarráðs skömmu fyrir jól. 7.1.2008 12:45 Árni Friðriksson til loðnuleitar í dag Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson heldur í dag til loðnuleitar norðaustur af landinu þar sem fjögur skip hafa verið að veiðum síðan á föstudag. 7.1.2008 12:30 Flutti þrisvar tillögu um siðareglur þingmanna Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra flutti í þrígang tillögu á Alþingi um að settar yrðu siðareglur þingmanna - á meðan hún sat í stjórnarandstöðu. Sautján ár eru síðan Norðmenn settu slíkar reglur fyrir sína þingmenn. 7.1.2008 12:13 Fellst ekki á flutning eða niðurrif húsa við Laugaveg Forseti borgarstjórnar og oddviti meirihlutaflokks í borginni, Ólafur F. Magnússon, mun ekki fallast á flutning eða niðurrif húsanna á Laugavegi fjögur og sex. 7.1.2008 12:10 Grindvíkingar fá nýtt björgunarskip Grindvíkingar vígðu í gær nýtt björgunarskip sem ber sama nafn og fjögur fyrri björgunarskip bæjarins. 7.1.2008 11:53 Seðilgjöld felld niður og FIT-kostnaður háður samningum Starfshópur á vegum viðskiptaráðuneytisins leggur til að seðilgjöld verði felld niður, að takmarkanir verði á álagningu uppgreiðslugjalda og að óheimilt verði að innheimta svokallaðan FIT-kostnað nema það hafi stoð í samningi. 7.1.2008 11:30 75 milljóna króna verkefni í Eþíópíu Hjálparstarf kirkjunnar og Þróunarsamvinnustofnun Íslands hafa ákveðið að verja sameiginlega 75 milljónum íslenskra króna til þriggja ára verkefnis í einu fátækasta héraði Eþíópíu, Jijiga. 7.1.2008 11:21 Íbúi í Tunguseli: Hélt að konan væri farin af stað „Konan mín vakti mig upp en hún er komin á steypirinn, ég hélt því að allt væri farið af stað,“ segir íbúi í Tunguseli sem býr í næsta stigagangi við eldsupptökin þegar Vísir mætti í Tunguselið í morgun. 7.1.2008 10:42 Sex manns fluttir á slysadeild eftir bruna í Tunguseli Sex manns voru fluttir á slysadeild vegna gruns um reykeitrun í brunanum í Tunguseli í morgun. Slökkvilið lauk störfum um hálfáttaleytið en enn er allt á huldu um eldsupptök. 7.1.2008 10:30 Gistinóttum fjölgaði um fjögur prósent í nóvember Gistinóttum á hótelum á Íslandi fjölgaði um fjögur prósent í nóvember síðastliðnum miðað við sama mánuð árið áður. Nýjar tölur Hagstofunnar leiða í ljóst að gistinæturnar voru rúmlega 75 þúsund í nóvember í fyrra en rúmlega 72 þúsund í nóvember 2006. 7.1.2008 09:14 Mikið annríki hjá slökkviliði í nótt Fyrir utan eldsvoðannn í Tunguseli var mikið annríki hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi og í nótt, við að sinna tuttugu útköllum. 7.1.2008 07:52 Ákvörðun um Írafoss tekin í dag Það ræðst væntanelga í dag hvar gert verður við Írafoss, flutningaskip Eimskips, sem missti stýrisbúnaðinn skömmu eftir brottför frá Neskaupstað í fyrrinótt. 7.1.2008 06:57 Einn látinn og þrennt á slysadeild eftir eldsvoða í Tunguseli Einn karlmaður er látinn og þrjár manneskjur liggja nú á Slysadeild Landsspítalans eftir að þær fengu reykeitrun þegar eldur kviknaði í íbúð á þriðju hæð í Fjölbýlishúsi við Tungusel í Reykjavík rétt um klukkan sex í morgun. 7.1.2008 06:51 Bruni í fjölbýlishúsi: Grunur um íkveikju Mikið tjón varð þegar eldur kviknaði í íbúð í fjölbýlishúsi við Neshaga í nótt. Talið er líklegt að um íkveikju hafi verið að ræða en eldurinn stofnaði lífi fjölda fólks í hættu. Árið 2006 var bensínsprengju kastað inn í þessa sömu íbúð. 6.1.2008 19:04 Álfakóngur og álfadrottning á brennu á Valhúsahæð Álfakóngur og álfadrottning leiddu brennu á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi sem kveikt var í klukkan fimm í dag. Til stóð að kveikt yrði í brennunni á gamlársdag, því var frestað vegna veðurs og ákveðið að bíða með að kveikja í þar til í dag. 6.1.2008 19:21 Líklegast tapað fé Á aðeins einni viku tókst ungmennum á Akranesi að taka hátt í sex milljónir króna út af bankareikningi í leyfisleysi. Ekki eru taldar miklar líkur á að peningarnir skili sér til baka en ungmennin notuðu þá meðal annars til að borga fíkniefnaskuldir. 6.1.2008 19:04 Óttast óvissu á vinnumarkaði Framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins óttast óvissu á vinnumarkaði samþykki stjórnvöld ekki auka persónuafslátt fyrir lágtekjufólk. Hann kallar eftir skýrum svörum frá stjórnvöldum og segir lítinn tíma til stefnu. 6.1.2008 18:44 Fjöldi ökumanna skeytti engu um stórslasaðan mann við þjóðveginn Karlmaður á áttræðisaldri slasaðist illa um klukkan hálf fjögur í dag þegar hann datt fram fyrir sig. Maðurinn var á gangi skammt sunnan við Borgarnes og náði ekki að bera hendur fyrir andlit sitt. Hann hlaut nokkra stóra skurði til að mynda á enni, við auga og á nefi. Honum blæddi mikið. 6.1.2008 17:07 Samfylkingin ályktar um boranir Stjórn Samfylkingarinnar í S- Þingeyjarsýslu og sveitarfélaginu Norðurþingi sendi í dag frá sér ályktun þar sem þeim árangri sem náðst hefur við boranir á jarðvarmaorku við Kröflu,Þeistarereyki og Bjarnaflagi er fagnað. 6.1.2008 15:50 Sjá næstu 50 fréttir
Staðlað eyðublað vegna meðmælenda tilbúið Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur látið hanna staðlað eyðublað fyrir þá sem hyggjast safna meðmælendum fyrir forsetaframboð. Þetta kemur fram á vef dómsmálaráðuneytisins. Þar segir einnig að meðmælendur skuli rita með eigin hendi á eyðublaðið en tekið er fram að meðmæli séu gild þótt þau berist ekki á eyðublaðinu. 8.1.2008 12:03
Ólafur Örn meðal þriggja sem komu til greina í starf ferðamálastjóra Ólafur Örn Haraldsson, fyrrverandi forstjóri Ratsjárstofnunar og forseti Ferðafélags Íslands, var einn þeirra þriggja sem komu helst til greina í starf ferðamálastjóra en ráðið var í stöðuna á dögunum. Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálastofu, sem einnig var í þriggja manna hópnum, íhugar að leita eftir rökstuðningi iðnaðarráðherra fyrir ráðningunni. 8.1.2008 11:35
Fimm sviptir ökuleyfi á staðnum með nýju öndunarsýnatæki Fimm ökumenn í umdæmi lögreglunnar á Akranesi hafa verið sviptir ökuréttindum á staðnum eftir að lögreglan tók í notkun nýtt öndunarsýnatæki í byrjun desember. 8.1.2008 11:15
Tíu mánaða fangelsi fyrir árás með straujárni Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í tíu mánaða fangelsi fyrir stórfelllda líkamsárás með því að hafa slegið annan mann ítrekað í höfuðið með straubolta og fleiri hlutum. Við þetta fékk fórnarlambið mar á heila, heilahristing, tvo skurði á höfði, 7-8 stórar markúlur á höfði, bólgur og mar á hægra auga. Þá brotnuðu þrjár tennur og sex losnuðu. 8.1.2008 10:03
Býðst til að endurbyggja Laugaveg 4 og 6 á eigin kostnað Anna Sigurlaug Pálsdóttir, dóttir Páls Samúelssonar, fyrrverandi eiganda Toyota-umboðsins, hefur boðist til að endurbyggja húsin við Laugaveg fjögur og sex á eigin kostnað. 8.1.2008 09:27
Hafnarfjörður 100 ára Hafnarfjarðarkaupstaður heldur upp á 100 ára afmæli sitt á þessu ári og verður því fagnað með fjölda viðburða sem kynntir verða á blaðamannafundi klukkan 13 í dag. Afmælisdagurinn er 1. júní en á þeim degi fyrir 100 árum fékk Hafnarfjörður kaupstaðaréttindi, þá var einnig fyrsti kjörfundurinn haldinn í Góðtemplarahúsinu. 8.1.2008 09:23
Ekki fengist hærra verð fyrir karfa Verð fyrir heilan ísaðan karfa af Íslandsmiðum hefur farið upp í 565 krónur fyrir kílóið á fiksmarkaðnum í Bremerhafen í Þýskalandi síðustu daga sem er langhæsta verð sem fengist hefur til þessa. 8.1.2008 09:20
MND-félagið fær styrk frá heilbrigðisráðuneyti og Suðurnesjamönnum Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra afhenti MND-félaginu styrk til starfsemi sinnar í gær, samtals um 500 þúsund krónur. 8.1.2008 09:15
Ráðning ferðamálastjóra á skjön við þróun ferðaþjónustu Félag háskólamenntaðra ferðamálafræðinga (FHF) telur ráðningu nýs ferðamálastjóra algjörlega á skjön við þróun íslenskra ferðaþjónustu undanfarin ár og ekki í takt við þarfir greinarinnar. 8.1.2008 08:04
Vilja að ríkið hlusti á kröfur verkalýðshreyfingarinnar Vinstri-grænir á Akureyri skora á ríkisstjórnina að koma myndarlega til móts við kröfur verkalýðshreyfingarinnar um aðgerðir til að bæta kjör tekjulægri hópa samfélagsins með hækkun skattleysismarka, hækkun barnabóta og auknum stuðningi við fólk vegna stóraukins húsnæðiskostnaðar. 7.1.2008 23:34
Maðurinn sem lést í Tunguseli Maðurinn sem lést í eldsvoða í fjölbýlishúsi við Tungusel í Reykjavík í morgun hét Hilmar Ragnarsson, Hann var 45 ára gamall úr Reykjavík og lætur eftir sig þrjú börn á aldrinum 6 til 15 ára. Kona og tveir drengir, sem bjuggu í íbúðinni þar sem eldurinn kom upp, björguðust. 7.1.2008 20:08
Gasleki á Bragagötu Slökkviliðið var kallað að húsi við Bragagötu í kvöld en þar lak gas úr gaskúti. Ekki er vitað hve margir voru í húsinu þegar lekinn kom upp, en fólkið yfirgaf húsið á meðan slökkviliðið kannaði aðstæður. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er ekki talið að mikil hætta hafi verið á ferðum. 7.1.2008 22:05
Banaslysið í Reykjanesbæ enn í rannsókn Farbann yfir karli, sem talið er að hafi ekið á fjögurra ára dreng í Reykjanesbæ í lok nóvember, með þeim afleiðingum að hann lést, rennur út á morgun. Eyjólfur Kristjánsson, hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum, segir að ákveðið verði í fyrramálið hvort farið verður fram á að farbannið verði framlengt. 7.1.2008 18:19
Tíu nýir ABC sendiherrar ABC barnahjálpin kynnti í dag tíu nýja sendiherrra samtakanna. Þetta er gert í tilefni af tuttugu ára afmæli samtakanna, en sendiherrunum er ætlað að kynna starfsemi samtakanna. 7.1.2008 19:25
Von á reglum um gjafir til ráðamanna Siðareglur alþingismanna verða settar á þessu kjörtímabili. Eins er verið að vinna að reglum um gjafir til ráðamanna í forsætisráðuneytinu. Aðstoðarmaður forsætisráðherra segir gjafir einkafyrirtækja til ráðamanna verðlitlar og táknrænar. 7.1.2008 19:18
Tillögur viðskiptaráðherra ásættanlegar Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra kynnti í dag niðurstöður starfshóps sem hann skipaði í lok sumars um heimildir fjármálafyrirtækja til gjaldtöku. 7.1.2008 18:39
Á 115 km hraða á Laugavegi Tveir karlmenn, 18 og 22 ára, voru sviptir ökuréttindum til bráðabirgða aðfaranótt laugardags en þeir voru staðnir að hraðakstri á Laugavegi á móts við Bolholt. 7.1.2008 17:57
Fluttur á sjúkrahús eftir árekstur á Glerárgötu Maður var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri eftir árekstur jepplings og fólksbíls á Glerárgötu til móts við Borgarbraut á fjórða tímanum í dag. 7.1.2008 16:54
Sex mánaða fangelsi fyrir árás í Garðastræti Átján ára piltur var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði skilorðsbundna í þrjú ár, fyrir alvarlega líkamsárás í Garðastræti á nýársnótt í fyrra. 7.1.2008 16:21
Hraðþjónusta hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðisstofnun Suðurnesja býður nú upp á sérstaka hraðþjónustu heilsugæslunnar á dagvinnutíma fyrir þá sem eiga við skammtímavanda að etja. 7.1.2008 15:56
Fagnar því að seðilgjöld verði felld niður Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, fagnar því að fella eigi niður seðilgjöld og væntir þess að síðari skref sem stigin verða í tengslum við gjaldtöku banka og sparisjóða verði í þágu neytenda. 7.1.2008 15:31
Bjargaði fjölskyldu rétt áður en hann dó - styrktarsöfnun hafin Maðurinn sem lést í brunanum í Tunguseli í morgun vann mikla hetujdáð þegar hann bar vinkonu sínu og tvo syni hennar út úr brennandi íbúðinni. 7.1.2008 15:16
Bíl ekið á ljósastaur á Skúlagötu Bifreið ók á ljósastaur á Skúlagötu fyrir um hálftíma síðan. Tveir sjúkrabílar eru á vettvangi auk tækjabíls frá slökkviliði en ekki er vitað á þessari stundu hvort og hve margir hafi slasast í árekstrinum. 7.1.2008 14:34
Hver er þessi Dabbi Grensás? „Davíð Smári eða Dabbi Grensás eins og flestir þekkja hann, var einn hættulegasti gangsterinn á götunni forðum daga. Hann rúlaði Breiðholtinu eins vel og hann rúlaði Grensásveginum. Hann var þekktur fyrir að lemja þá sem fyrir honum urðu og voru það margir.“ 7.1.2008 14:08
Nærri 30 ára gamalt mjólkurframleiðslumet slegið rækilega Nærri 30 ára gamalt met í mjólkurframleiðslu var slegið á síðasta ári þegar 126 milljónir lítra af mjólk voru framleiddar. 7.1.2008 13:18
Fjórtán stöðvaðir fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu Lögreglan á Selfossi stöðvaði 14 ökumenn í síðustu viku fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu við gatnamót. 7.1.2008 13:07
Fjárhagsaðstoð borgarinnar hækkaði um áramót Fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar hækkaði um 4,2 prósent um síðustu áramót samkvæmt ákvörðun sem tekin var á fundi borgarráðs skömmu fyrir jól. 7.1.2008 12:45
Árni Friðriksson til loðnuleitar í dag Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson heldur í dag til loðnuleitar norðaustur af landinu þar sem fjögur skip hafa verið að veiðum síðan á föstudag. 7.1.2008 12:30
Flutti þrisvar tillögu um siðareglur þingmanna Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra flutti í þrígang tillögu á Alþingi um að settar yrðu siðareglur þingmanna - á meðan hún sat í stjórnarandstöðu. Sautján ár eru síðan Norðmenn settu slíkar reglur fyrir sína þingmenn. 7.1.2008 12:13
Fellst ekki á flutning eða niðurrif húsa við Laugaveg Forseti borgarstjórnar og oddviti meirihlutaflokks í borginni, Ólafur F. Magnússon, mun ekki fallast á flutning eða niðurrif húsanna á Laugavegi fjögur og sex. 7.1.2008 12:10
Grindvíkingar fá nýtt björgunarskip Grindvíkingar vígðu í gær nýtt björgunarskip sem ber sama nafn og fjögur fyrri björgunarskip bæjarins. 7.1.2008 11:53
Seðilgjöld felld niður og FIT-kostnaður háður samningum Starfshópur á vegum viðskiptaráðuneytisins leggur til að seðilgjöld verði felld niður, að takmarkanir verði á álagningu uppgreiðslugjalda og að óheimilt verði að innheimta svokallaðan FIT-kostnað nema það hafi stoð í samningi. 7.1.2008 11:30
75 milljóna króna verkefni í Eþíópíu Hjálparstarf kirkjunnar og Þróunarsamvinnustofnun Íslands hafa ákveðið að verja sameiginlega 75 milljónum íslenskra króna til þriggja ára verkefnis í einu fátækasta héraði Eþíópíu, Jijiga. 7.1.2008 11:21
Íbúi í Tunguseli: Hélt að konan væri farin af stað „Konan mín vakti mig upp en hún er komin á steypirinn, ég hélt því að allt væri farið af stað,“ segir íbúi í Tunguseli sem býr í næsta stigagangi við eldsupptökin þegar Vísir mætti í Tunguselið í morgun. 7.1.2008 10:42
Sex manns fluttir á slysadeild eftir bruna í Tunguseli Sex manns voru fluttir á slysadeild vegna gruns um reykeitrun í brunanum í Tunguseli í morgun. Slökkvilið lauk störfum um hálfáttaleytið en enn er allt á huldu um eldsupptök. 7.1.2008 10:30
Gistinóttum fjölgaði um fjögur prósent í nóvember Gistinóttum á hótelum á Íslandi fjölgaði um fjögur prósent í nóvember síðastliðnum miðað við sama mánuð árið áður. Nýjar tölur Hagstofunnar leiða í ljóst að gistinæturnar voru rúmlega 75 þúsund í nóvember í fyrra en rúmlega 72 þúsund í nóvember 2006. 7.1.2008 09:14
Mikið annríki hjá slökkviliði í nótt Fyrir utan eldsvoðannn í Tunguseli var mikið annríki hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi og í nótt, við að sinna tuttugu útköllum. 7.1.2008 07:52
Ákvörðun um Írafoss tekin í dag Það ræðst væntanelga í dag hvar gert verður við Írafoss, flutningaskip Eimskips, sem missti stýrisbúnaðinn skömmu eftir brottför frá Neskaupstað í fyrrinótt. 7.1.2008 06:57
Einn látinn og þrennt á slysadeild eftir eldsvoða í Tunguseli Einn karlmaður er látinn og þrjár manneskjur liggja nú á Slysadeild Landsspítalans eftir að þær fengu reykeitrun þegar eldur kviknaði í íbúð á þriðju hæð í Fjölbýlishúsi við Tungusel í Reykjavík rétt um klukkan sex í morgun. 7.1.2008 06:51
Bruni í fjölbýlishúsi: Grunur um íkveikju Mikið tjón varð þegar eldur kviknaði í íbúð í fjölbýlishúsi við Neshaga í nótt. Talið er líklegt að um íkveikju hafi verið að ræða en eldurinn stofnaði lífi fjölda fólks í hættu. Árið 2006 var bensínsprengju kastað inn í þessa sömu íbúð. 6.1.2008 19:04
Álfakóngur og álfadrottning á brennu á Valhúsahæð Álfakóngur og álfadrottning leiddu brennu á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi sem kveikt var í klukkan fimm í dag. Til stóð að kveikt yrði í brennunni á gamlársdag, því var frestað vegna veðurs og ákveðið að bíða með að kveikja í þar til í dag. 6.1.2008 19:21
Líklegast tapað fé Á aðeins einni viku tókst ungmennum á Akranesi að taka hátt í sex milljónir króna út af bankareikningi í leyfisleysi. Ekki eru taldar miklar líkur á að peningarnir skili sér til baka en ungmennin notuðu þá meðal annars til að borga fíkniefnaskuldir. 6.1.2008 19:04
Óttast óvissu á vinnumarkaði Framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins óttast óvissu á vinnumarkaði samþykki stjórnvöld ekki auka persónuafslátt fyrir lágtekjufólk. Hann kallar eftir skýrum svörum frá stjórnvöldum og segir lítinn tíma til stefnu. 6.1.2008 18:44
Fjöldi ökumanna skeytti engu um stórslasaðan mann við þjóðveginn Karlmaður á áttræðisaldri slasaðist illa um klukkan hálf fjögur í dag þegar hann datt fram fyrir sig. Maðurinn var á gangi skammt sunnan við Borgarnes og náði ekki að bera hendur fyrir andlit sitt. Hann hlaut nokkra stóra skurði til að mynda á enni, við auga og á nefi. Honum blæddi mikið. 6.1.2008 17:07
Samfylkingin ályktar um boranir Stjórn Samfylkingarinnar í S- Þingeyjarsýslu og sveitarfélaginu Norðurþingi sendi í dag frá sér ályktun þar sem þeim árangri sem náðst hefur við boranir á jarðvarmaorku við Kröflu,Þeistarereyki og Bjarnaflagi er fagnað. 6.1.2008 15:50