Fleiri fréttir Þrettándagleði í Eyjum í gær Vestmannaeyingar tóku forskot á sæluna í gær og héldu þá þrettándagleði sína. Álfar, tröll og jólasveinar skemmtu fólki og kveikt var í brennu. 6.1.2008 09:54 Líkamsárás á skemmtistað í Reykjanesbæ Einn maður var handtekinn í nótt grunaður um líkamsárás á skemmtistað í Reykjanesbæ. Sá sem fyrir árásinni varð fékk skurð á höfuð. Árásarmaðurinn var talsvert ölvaður og reyndist því ekki unnt að taka af honum skýrslu í nótt. 6.1.2008 09:48 Ekið á tólf ára stúlku Ekið var á tólf ára stúlku við áramótabrennu Sandgerðinga í gærkvöldi. Meiðsl stúlkunnar eru ekki talin alvarleg en stúlkan gekk fyrir bíl sem var að aka yfir Sandgerðisveginn. 6.1.2008 09:40 Sjö ungmenni sviku út milljónir Síðastliðinn fimmtudag barst lögreglunni kæra Sparisjóðsins á Akranesi vegna fjársvika. Reyndist um að ræða mál þar sem um 6.5 milljónir króna höfðu verið teknar út af reikning í heimildarleysi og millifærðar á nokkra aðila. 5.1.2008 22:00 Björn: Engar tillögur komið fram um að lögum um forsetakosingar verði breytt Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að engar tillögur hafi komið fram hvorki í ríkisstjórn ná á Alþingi um að lögum um forsetakosningar verði breytt. 5.1.2008 19:30 Borgarstjóri: Veggjakrot vaxandi vandamál Eignaspjöll vegna veggjakrots hafa þrefaldast í borginni á undanförnum árum að sögn borgarstjóra. Hann segir um verulegt vandamál að ræða. Borgaryfirvöld vinna nú í samstarfi við lögregluna að tillögum til að sporna við þessari þróun. 5.1.2008 18:46 Segir að eftirspurn eftir Range Rover jeppum hafi sjaldan verið meiri Eftirspurn eftir nýjum og notuðum Range Rover jeppum hefur sjaldan verið meiri að sögn bílasala. Hann segir ekki rétt að þeir standi óseldir í röðum á bílasölum. 5.1.2008 18:40 Rændu bíl af þriggja barna móður Óprútinn aðili, eða aðilar, gerðust svo kræfir í gær að stela bíl hinnar 21 árs gömlu þriggja barna móður Söru Rós Kavanagh. 5.1.2008 18:29 Leiðrétting vegna fréttar um ferðalag Jóns Ásgeirs Jóhannessonar Vegna fréttar sem birtist 2. janúar á Vísi og yfirlýsingar Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem birtist 4. janúar um ferðalag hans og Ingibjargar Pálmadóttur ásamt vinafólki þeirra, vill ritstjórn Vísis koma með leiðréttingu. 5.1.2008 17:13 Söfnuðu 20 milljónum 20.867.000 kr. söfnuðust í styrktarátaki Sparisjóðsins ”Þú gefur styrk” fyrir átta félagasamtök til verkefna á sviði barna og unglinga með geðraskanir. Styrktarátakinu lauk á aðfangadag jóla en styrkirnir voru afhentir forsvarsmönnum félaganna nú í byrjun árs. 5.1.2008 14:20 Ástþór neitar að staðfesta framboð Ástþór Magnússon vill ekki staðfesta fréttir um að hann hyggist bjóða sig aftur fram til forseta. Hann ætlar sér að ræða við fréttamenn um málið um miðjan mánuðinn. 5.1.2008 12:02 Borgarstjóri segir framkvæmdir vegna Laugavegshúsa kosta mikið Borgarstjóri segir að kostnaður vegna flutnings og endurgerðar á húsunum að Laugavegi 4 og 6 verði mikill. Hann segir ekki ólíklegt að húsunum verði komið fyrir í Hljómskálagarði. 5.1.2008 11:56 Ógnuðu fólki og þverbrutu umferðarreglur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi konu og karl á þrítugsaldri eftir að karlmaðurinn hafði ógnað starfsmönnum í Laugardalshöll með hnífi. Þar fóru fram tónleikar Bubba Morthens. 5.1.2008 09:58 Á 134 með útrunnin ökuréttindi Karlmaður um tvítugt var handtekinn í nótt eftir að lögreglan í Borgarnesi stöðvaði för hans á Vesturlandsvegi. Hann var þá á 134 kílómetra hraða á klukkustund með útrunnin ökuréttindi. 5.1.2008 09:36 Sinubruni við Akureyri í nótt Slökkviliðið á Akureyri var um hálf tvö leytið í nótt kallað út vegna sinubruna við sumarhúsabyggð í Pétursborg rétt norðan við bæinn. Um fjögurleytið var slökkviliðið svo aftur kallað út vegna elds í skúr við borholu við Þelamörk í Eyjafjarðarsveit. 5.1.2008 09:29 Með uppsteyt við tollverði Tveir gistu fangaklefa lögreglunnar á Suðurnesjum í nótt. Einn vegna fíkninefnamáls sem upp kom um nóttina en annar var handtekinn við komuna til landsins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hafði hann verið ölvaður og með uppsteyt við tollverði. 5.1.2008 09:28 Brjálaðist á Bubbatónleikum Maðurinn sem handtekinn var í kvöld í Meðalholti af sérsveitarmönnum hafði verið á tónleikunum hjá Bubba Morthens í Laugardalshöll. Þar hafði hann að sögn lögreglu brjálast og otað hnífi að dyravörðum. 4.1.2008 23:43 Sérsveitin handtók hnífamann í Meðalholti Sérsveit Ríkislögreglustjóra og lögreglumenn af höfuðborgarsvæðinu handtóku tvo menn í bíl í Meðalholti í kvöld. Tilkynning hafði borist um mann sem otað hafði hnífi að fólki. Ekki er vitað hvort hnífamaðurinn var ökumaður eða farþegi í bílnum en ökumaðurinn er grunaður um að vera undir áhrifum og hafði hann ekið utan í nokkra bíla á ferð sinni. 4.1.2008 21:14 H.R.F.Í. orðið bitbein hundaræktenda Deilur virðast í uppsiglingu meðal hundaræktenda um réttinn til þess að nota skammstöfunina H.R.F.Í. Hundaræktarfélag Íslands var stofnað árið 1969 og hefur starfað undir þessum merkjum síðan þá. Félagið heldur meðal annars úti vefsíðu sinni á slóðinni www.hrfi.is. 4.1.2008 20:47 Stúlkan fundin heil á húfi Stúlkan sem lögregla lýsti eftir fyrr í kvöld, Ástríður Rán Erlendsdóttir, er komin í leitirnar, heil á húfi. 4.1.2008 17:25 Íhuga að kæra Hjörleif Kvaran Eigendur fornbókabúðarinnar Bókin íhuga að höfða meiðyrðamál á hendur Hjörleifi Kvaran vegna ummæla sem hann lét falla í 24 stundum í dag. Þar sakaði hann eigendurnar um að vera vitorðsmenn í þjófnaði á tugum fágætra bóka. 4.1.2008 19:32 Framsókn sleit stjórnarsamstarfinu Framsóknarflokkurinn ákvað að slíta ríkisstjórnarsamtarfinu í vor, en ekki Sjálfstæðisflokkurinn.Geir H. Haarde forsætisráðherra fjallar um endalok síðustu ríkisstjórnar í grein sem hann skrifaði um áramótin í Morgunblaðið. Fyrir kosningar hafi það legið fyrir af hálfu stjórnarflokkanna að halda áfram stjórnarsamstarfi fengju flokkarnir meirihluta. Það fengu þeir, en aðeins upp á einn mann. 4.1.2008 21:07 Lögregla vill að Exodus hætti að selja úðabrúsa Rannsóknarlögreglan mætti í verslunina Exodus við Hverfisgötu í dag og óskaði þess að eigandi hætti sölu á úðabrúsum sem notaðir eru við veggjakrot. Eigandi verslunarinnar segist hafa orðið fyrir ofsóknum af hálfu embættismanna fyrir það eitt að selja brúsana. 4.1.2008 19:07 Húsin mikilvægur hluti götumyndar en ómerkileg í sjálfu sér Forstöðumaður Húsafriðunarnefndar segir ákveðna mótsögn felast í því að flytja húsin á Laugavegi 4 – 6 og byggja þau upp á öðrum stað, til að mynda í Hljómskálagarðinum eins og nefnt hefur verið. Hann segir húsin hafa ótvírætt gildi þegar kemur að því að varðveita þessa elstu götumynd við Laugaveginn en ein og sér séu þau ekki sérstaklega merkileg. 4.1.2008 18:16 Sjö þrettándabrennur á höfuðborgarsvæðinu Sjö þrettándabrennur verða víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu á sunnudag og er útlit fyrir að það viðri ágætlega fyrir þær. 4.1.2008 17:00 Glæsilegar skreytingar í rysjóttu veðri Orkuveita Reykjavíkur veitti í dag eigendum sex húseigna á höfuðborgarsvæðinu viðurkenningar fyrir glæsilegar skreytingar á eignum sínum. 4.1.2008 16:13 Sektaður fyrir fiskveiðibrot Héraðsdómur Vestfjarða hefur sektað skipstjóra á línubát um 250 þúsund krónur fyrir fiskveiðibrot með því að hafa verið gripinn við línuveiðar á skyndilokunarsvæði norðvestur af Deild í júlí í fyrrasumar. 4.1.2008 15:17 Sýknaður af líkamsárás í miðborginni Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað karlmann af ákæru um líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur sumarið 2006. 4.1.2008 14:36 Met í fjölda gesta Bláa lónsins Gestir Bláa Lónsins hafa aldrei verið fleiri en á síðasta ári þegar tæplega 408 þúsund manns sóttu þennan vinsæla áfangastað. Tveir þriðju hlutar gestanna voru útlendingar. Þetta er rúmlega sjö prósent aaukning frá fyrra ári. 4.1.2008 14:25 Kanna aðgerðir til að auka ábyrgð framleiðenda blaða og fjölpósts Umhverfisráðherra hefur skipað nefnd sem á að gera tillögu um aðgerðir til að minnka úrgang og auka endurvinnslu á dagblöðum, tímaritum og öðrum óumbeðnum prentpappír. 4.1.2008 14:06 Kerru stolið í Mosfellsbæ Kerru var stolið í Mosfellsbæ skömmu fyrir jól. Hún er af gerðinni Marco 03 með upphækkun og loki en á meðfylgjandi mynd er kerra sömu tegundar. Lögreglan biður þá sem kunna að hafa upplýsingar um kerruna að hafa samband í síma 444-1000. 4.1.2008 14:00 Skipar nefndir til að styrkja byggðir á Norður- og Austurlandi Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur ákveðið að skipa tvær nefndir til þess að fjalla um leiðir til að styrkja atvinnulíf og samfélag á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Austurlandi en þar eru byggðarlög sem eiga undir högg að sækja. 4.1.2008 13:51 Eldsneyti hefur hækkað um fimmtung á einu ári Bensín og dísilolía hafa hækkað um 20 prósent á einu ári. Fólk er farið að spara sér þjónustu á bensínstöðvum og nýta sér afslátt með dælulyklum. 4.1.2008 13:00 Játa á sig veggjakrot á Laugaveginum Piltarnir tveir sem handteknir voru í tengslum veggjakrot á Laugaveginum í fyrradag hafa játað brot sitt. Þeir gætu átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. 4.1.2008 12:45 Yfirlýsing frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni vegna fréttar af ferðalagi hans Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, FL Group og 365, sem rekur meðal annars Vísi, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Vísis af ferðalagi hans og Ingibjargar Pálmadóttur ásamt vinafólki sem birtist 2. janúar síðastliðinn. 4.1.2008 12:24 Landsvirkjun Power eins og REI Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir útrásarfyrirtæki Landsvirkjunar svipað fyrirtæki og REI og að ekki eigi að blanda saman opinberum rekstri við einkarekstur. 4.1.2008 12:14 Slippurinn á Akureyri bauð langlægst í lokafrágang Sæfara Slippurinn á Akureyri átti langlægsta tilboð í lokaendurbætur á Grímseyjarferjunni Sæfara en tilboð vegna verksins voru opnuð í húsakynnum Vegagerðarinnar í morgun. 4.1.2008 12:02 Heitavatnsleiðsla í sundur í Garðabæ í morgun Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að nýbyggingu við Sunnuflöt í Garðabæ um klukkan hálftíu í morgun vegna heitavatnsleiðslu sem farið hafði í sundur. 4.1.2008 11:47 Framboð Ástþórs sagt nauðgun á lýðræðinu í landinu Þórunn Guðmunsdóttir, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður, segir að framboð Ástþórs Magnússonar til forseta sé nauðgun á lýðræðinu í landinu. 4.1.2008 11:28 Nýr skólameistari við FSu Menntamálaráðherra hefur skipað Örlyg Karlsson í embætti skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands til fimm ára frá 1. febrúar 2008. 4.1.2008 11:26 Verða fram eftir mánuðinum að gera við götulýsingu Starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur verða fram eftir mánuðinum að gera við götulýsingu á höfuðborgarsvæðinu sem skemmdist mikið í óveðri um miðjan síðasta mánuð. Ekki liggur fyrir hversu mikið tjónið er en vitað er að það nemur milljónum. 4.1.2008 11:19 Fyrsta stjórnarkjörið í sögu Félags skipstjórnarmanna Nú stendur fyrir dyrum stjórnarkjör í Félagi skipstjórnarmanna (FS) hið fyrsta í sögu félagsins, en fjögur ár eru nú frá stofnun þess. 4.1.2008 10:58 Ætlar aldrei aftur upp í flugvél „Það voru allir öskrandi, æpandi og ástandið var víst skelfilegt, faðir minn segist aldrei ætla aftur um borð í flugvél,“ segir ungur maður en foreldrar hans áttu að koma með flugi Icelandair frá Kanaríeyjum í gærkvöldi. 4.1.2008 10:49 Farþegafjöldi á Keflavíkurflugvelli jókst um átta prósent milli ára Farþegafjöldi á Keflavíkurflugvöll á síðasta ári jókst um átta prósent frá árinu á undan samkvæmt samantekt flugmálastjórnar vallarins. 4.1.2008 10:34 Ræktuðu kannabis í íbúð á Akureyri Lögreglan á Akureyri gerði húsleit seinni partinn í gær vegna gruns um að þar væri ræktað kannabis. 4.1.2008 10:25 Sjá næstu 50 fréttir
Þrettándagleði í Eyjum í gær Vestmannaeyingar tóku forskot á sæluna í gær og héldu þá þrettándagleði sína. Álfar, tröll og jólasveinar skemmtu fólki og kveikt var í brennu. 6.1.2008 09:54
Líkamsárás á skemmtistað í Reykjanesbæ Einn maður var handtekinn í nótt grunaður um líkamsárás á skemmtistað í Reykjanesbæ. Sá sem fyrir árásinni varð fékk skurð á höfuð. Árásarmaðurinn var talsvert ölvaður og reyndist því ekki unnt að taka af honum skýrslu í nótt. 6.1.2008 09:48
Ekið á tólf ára stúlku Ekið var á tólf ára stúlku við áramótabrennu Sandgerðinga í gærkvöldi. Meiðsl stúlkunnar eru ekki talin alvarleg en stúlkan gekk fyrir bíl sem var að aka yfir Sandgerðisveginn. 6.1.2008 09:40
Sjö ungmenni sviku út milljónir Síðastliðinn fimmtudag barst lögreglunni kæra Sparisjóðsins á Akranesi vegna fjársvika. Reyndist um að ræða mál þar sem um 6.5 milljónir króna höfðu verið teknar út af reikning í heimildarleysi og millifærðar á nokkra aðila. 5.1.2008 22:00
Björn: Engar tillögur komið fram um að lögum um forsetakosingar verði breytt Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að engar tillögur hafi komið fram hvorki í ríkisstjórn ná á Alþingi um að lögum um forsetakosningar verði breytt. 5.1.2008 19:30
Borgarstjóri: Veggjakrot vaxandi vandamál Eignaspjöll vegna veggjakrots hafa þrefaldast í borginni á undanförnum árum að sögn borgarstjóra. Hann segir um verulegt vandamál að ræða. Borgaryfirvöld vinna nú í samstarfi við lögregluna að tillögum til að sporna við þessari þróun. 5.1.2008 18:46
Segir að eftirspurn eftir Range Rover jeppum hafi sjaldan verið meiri Eftirspurn eftir nýjum og notuðum Range Rover jeppum hefur sjaldan verið meiri að sögn bílasala. Hann segir ekki rétt að þeir standi óseldir í röðum á bílasölum. 5.1.2008 18:40
Rændu bíl af þriggja barna móður Óprútinn aðili, eða aðilar, gerðust svo kræfir í gær að stela bíl hinnar 21 árs gömlu þriggja barna móður Söru Rós Kavanagh. 5.1.2008 18:29
Leiðrétting vegna fréttar um ferðalag Jóns Ásgeirs Jóhannessonar Vegna fréttar sem birtist 2. janúar á Vísi og yfirlýsingar Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem birtist 4. janúar um ferðalag hans og Ingibjargar Pálmadóttur ásamt vinafólki þeirra, vill ritstjórn Vísis koma með leiðréttingu. 5.1.2008 17:13
Söfnuðu 20 milljónum 20.867.000 kr. söfnuðust í styrktarátaki Sparisjóðsins ”Þú gefur styrk” fyrir átta félagasamtök til verkefna á sviði barna og unglinga með geðraskanir. Styrktarátakinu lauk á aðfangadag jóla en styrkirnir voru afhentir forsvarsmönnum félaganna nú í byrjun árs. 5.1.2008 14:20
Ástþór neitar að staðfesta framboð Ástþór Magnússon vill ekki staðfesta fréttir um að hann hyggist bjóða sig aftur fram til forseta. Hann ætlar sér að ræða við fréttamenn um málið um miðjan mánuðinn. 5.1.2008 12:02
Borgarstjóri segir framkvæmdir vegna Laugavegshúsa kosta mikið Borgarstjóri segir að kostnaður vegna flutnings og endurgerðar á húsunum að Laugavegi 4 og 6 verði mikill. Hann segir ekki ólíklegt að húsunum verði komið fyrir í Hljómskálagarði. 5.1.2008 11:56
Ógnuðu fólki og þverbrutu umferðarreglur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi konu og karl á þrítugsaldri eftir að karlmaðurinn hafði ógnað starfsmönnum í Laugardalshöll með hnífi. Þar fóru fram tónleikar Bubba Morthens. 5.1.2008 09:58
Á 134 með útrunnin ökuréttindi Karlmaður um tvítugt var handtekinn í nótt eftir að lögreglan í Borgarnesi stöðvaði för hans á Vesturlandsvegi. Hann var þá á 134 kílómetra hraða á klukkustund með útrunnin ökuréttindi. 5.1.2008 09:36
Sinubruni við Akureyri í nótt Slökkviliðið á Akureyri var um hálf tvö leytið í nótt kallað út vegna sinubruna við sumarhúsabyggð í Pétursborg rétt norðan við bæinn. Um fjögurleytið var slökkviliðið svo aftur kallað út vegna elds í skúr við borholu við Þelamörk í Eyjafjarðarsveit. 5.1.2008 09:29
Með uppsteyt við tollverði Tveir gistu fangaklefa lögreglunnar á Suðurnesjum í nótt. Einn vegna fíkninefnamáls sem upp kom um nóttina en annar var handtekinn við komuna til landsins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hafði hann verið ölvaður og með uppsteyt við tollverði. 5.1.2008 09:28
Brjálaðist á Bubbatónleikum Maðurinn sem handtekinn var í kvöld í Meðalholti af sérsveitarmönnum hafði verið á tónleikunum hjá Bubba Morthens í Laugardalshöll. Þar hafði hann að sögn lögreglu brjálast og otað hnífi að dyravörðum. 4.1.2008 23:43
Sérsveitin handtók hnífamann í Meðalholti Sérsveit Ríkislögreglustjóra og lögreglumenn af höfuðborgarsvæðinu handtóku tvo menn í bíl í Meðalholti í kvöld. Tilkynning hafði borist um mann sem otað hafði hnífi að fólki. Ekki er vitað hvort hnífamaðurinn var ökumaður eða farþegi í bílnum en ökumaðurinn er grunaður um að vera undir áhrifum og hafði hann ekið utan í nokkra bíla á ferð sinni. 4.1.2008 21:14
H.R.F.Í. orðið bitbein hundaræktenda Deilur virðast í uppsiglingu meðal hundaræktenda um réttinn til þess að nota skammstöfunina H.R.F.Í. Hundaræktarfélag Íslands var stofnað árið 1969 og hefur starfað undir þessum merkjum síðan þá. Félagið heldur meðal annars úti vefsíðu sinni á slóðinni www.hrfi.is. 4.1.2008 20:47
Stúlkan fundin heil á húfi Stúlkan sem lögregla lýsti eftir fyrr í kvöld, Ástríður Rán Erlendsdóttir, er komin í leitirnar, heil á húfi. 4.1.2008 17:25
Íhuga að kæra Hjörleif Kvaran Eigendur fornbókabúðarinnar Bókin íhuga að höfða meiðyrðamál á hendur Hjörleifi Kvaran vegna ummæla sem hann lét falla í 24 stundum í dag. Þar sakaði hann eigendurnar um að vera vitorðsmenn í þjófnaði á tugum fágætra bóka. 4.1.2008 19:32
Framsókn sleit stjórnarsamstarfinu Framsóknarflokkurinn ákvað að slíta ríkisstjórnarsamtarfinu í vor, en ekki Sjálfstæðisflokkurinn.Geir H. Haarde forsætisráðherra fjallar um endalok síðustu ríkisstjórnar í grein sem hann skrifaði um áramótin í Morgunblaðið. Fyrir kosningar hafi það legið fyrir af hálfu stjórnarflokkanna að halda áfram stjórnarsamstarfi fengju flokkarnir meirihluta. Það fengu þeir, en aðeins upp á einn mann. 4.1.2008 21:07
Lögregla vill að Exodus hætti að selja úðabrúsa Rannsóknarlögreglan mætti í verslunina Exodus við Hverfisgötu í dag og óskaði þess að eigandi hætti sölu á úðabrúsum sem notaðir eru við veggjakrot. Eigandi verslunarinnar segist hafa orðið fyrir ofsóknum af hálfu embættismanna fyrir það eitt að selja brúsana. 4.1.2008 19:07
Húsin mikilvægur hluti götumyndar en ómerkileg í sjálfu sér Forstöðumaður Húsafriðunarnefndar segir ákveðna mótsögn felast í því að flytja húsin á Laugavegi 4 – 6 og byggja þau upp á öðrum stað, til að mynda í Hljómskálagarðinum eins og nefnt hefur verið. Hann segir húsin hafa ótvírætt gildi þegar kemur að því að varðveita þessa elstu götumynd við Laugaveginn en ein og sér séu þau ekki sérstaklega merkileg. 4.1.2008 18:16
Sjö þrettándabrennur á höfuðborgarsvæðinu Sjö þrettándabrennur verða víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu á sunnudag og er útlit fyrir að það viðri ágætlega fyrir þær. 4.1.2008 17:00
Glæsilegar skreytingar í rysjóttu veðri Orkuveita Reykjavíkur veitti í dag eigendum sex húseigna á höfuðborgarsvæðinu viðurkenningar fyrir glæsilegar skreytingar á eignum sínum. 4.1.2008 16:13
Sektaður fyrir fiskveiðibrot Héraðsdómur Vestfjarða hefur sektað skipstjóra á línubát um 250 þúsund krónur fyrir fiskveiðibrot með því að hafa verið gripinn við línuveiðar á skyndilokunarsvæði norðvestur af Deild í júlí í fyrrasumar. 4.1.2008 15:17
Sýknaður af líkamsárás í miðborginni Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað karlmann af ákæru um líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur sumarið 2006. 4.1.2008 14:36
Met í fjölda gesta Bláa lónsins Gestir Bláa Lónsins hafa aldrei verið fleiri en á síðasta ári þegar tæplega 408 þúsund manns sóttu þennan vinsæla áfangastað. Tveir þriðju hlutar gestanna voru útlendingar. Þetta er rúmlega sjö prósent aaukning frá fyrra ári. 4.1.2008 14:25
Kanna aðgerðir til að auka ábyrgð framleiðenda blaða og fjölpósts Umhverfisráðherra hefur skipað nefnd sem á að gera tillögu um aðgerðir til að minnka úrgang og auka endurvinnslu á dagblöðum, tímaritum og öðrum óumbeðnum prentpappír. 4.1.2008 14:06
Kerru stolið í Mosfellsbæ Kerru var stolið í Mosfellsbæ skömmu fyrir jól. Hún er af gerðinni Marco 03 með upphækkun og loki en á meðfylgjandi mynd er kerra sömu tegundar. Lögreglan biður þá sem kunna að hafa upplýsingar um kerruna að hafa samband í síma 444-1000. 4.1.2008 14:00
Skipar nefndir til að styrkja byggðir á Norður- og Austurlandi Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur ákveðið að skipa tvær nefndir til þess að fjalla um leiðir til að styrkja atvinnulíf og samfélag á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Austurlandi en þar eru byggðarlög sem eiga undir högg að sækja. 4.1.2008 13:51
Eldsneyti hefur hækkað um fimmtung á einu ári Bensín og dísilolía hafa hækkað um 20 prósent á einu ári. Fólk er farið að spara sér þjónustu á bensínstöðvum og nýta sér afslátt með dælulyklum. 4.1.2008 13:00
Játa á sig veggjakrot á Laugaveginum Piltarnir tveir sem handteknir voru í tengslum veggjakrot á Laugaveginum í fyrradag hafa játað brot sitt. Þeir gætu átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. 4.1.2008 12:45
Yfirlýsing frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni vegna fréttar af ferðalagi hans Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, FL Group og 365, sem rekur meðal annars Vísi, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Vísis af ferðalagi hans og Ingibjargar Pálmadóttur ásamt vinafólki sem birtist 2. janúar síðastliðinn. 4.1.2008 12:24
Landsvirkjun Power eins og REI Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir útrásarfyrirtæki Landsvirkjunar svipað fyrirtæki og REI og að ekki eigi að blanda saman opinberum rekstri við einkarekstur. 4.1.2008 12:14
Slippurinn á Akureyri bauð langlægst í lokafrágang Sæfara Slippurinn á Akureyri átti langlægsta tilboð í lokaendurbætur á Grímseyjarferjunni Sæfara en tilboð vegna verksins voru opnuð í húsakynnum Vegagerðarinnar í morgun. 4.1.2008 12:02
Heitavatnsleiðsla í sundur í Garðabæ í morgun Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að nýbyggingu við Sunnuflöt í Garðabæ um klukkan hálftíu í morgun vegna heitavatnsleiðslu sem farið hafði í sundur. 4.1.2008 11:47
Framboð Ástþórs sagt nauðgun á lýðræðinu í landinu Þórunn Guðmunsdóttir, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður, segir að framboð Ástþórs Magnússonar til forseta sé nauðgun á lýðræðinu í landinu. 4.1.2008 11:28
Nýr skólameistari við FSu Menntamálaráðherra hefur skipað Örlyg Karlsson í embætti skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands til fimm ára frá 1. febrúar 2008. 4.1.2008 11:26
Verða fram eftir mánuðinum að gera við götulýsingu Starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur verða fram eftir mánuðinum að gera við götulýsingu á höfuðborgarsvæðinu sem skemmdist mikið í óveðri um miðjan síðasta mánuð. Ekki liggur fyrir hversu mikið tjónið er en vitað er að það nemur milljónum. 4.1.2008 11:19
Fyrsta stjórnarkjörið í sögu Félags skipstjórnarmanna Nú stendur fyrir dyrum stjórnarkjör í Félagi skipstjórnarmanna (FS) hið fyrsta í sögu félagsins, en fjögur ár eru nú frá stofnun þess. 4.1.2008 10:58
Ætlar aldrei aftur upp í flugvél „Það voru allir öskrandi, æpandi og ástandið var víst skelfilegt, faðir minn segist aldrei ætla aftur um borð í flugvél,“ segir ungur maður en foreldrar hans áttu að koma með flugi Icelandair frá Kanaríeyjum í gærkvöldi. 4.1.2008 10:49
Farþegafjöldi á Keflavíkurflugvelli jókst um átta prósent milli ára Farþegafjöldi á Keflavíkurflugvöll á síðasta ári jókst um átta prósent frá árinu á undan samkvæmt samantekt flugmálastjórnar vallarins. 4.1.2008 10:34
Ræktuðu kannabis í íbúð á Akureyri Lögreglan á Akureyri gerði húsleit seinni partinn í gær vegna gruns um að þar væri ræktað kannabis. 4.1.2008 10:25