Innlent

Sex mánaða fangelsi fyrir árás í Garðastræti

Átján ára piltur var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði skilorðsbundna í þrjú ár, fyrir alvarlega líkamsárás í Garðastræti á nýársnótt í fyrra.

Maðurinn réðst ásamt tveimur öðrum á tvo menn og sló sá sem dæmdur var í dag annað fórnarlambanna í hausinn með flösku þannig að það höfuðkúpubrotnaði.

Fyrst eftir árásina var ekki vitað hverjir árásarmennirnir voru að verki en eftir að sjónvarpsstöðvar höfðu sýnt upptökur af atburðarásinni úr eftirlitsmyndavél komu foreldrar piltanna með þá lögreglustöð. Dómstólar eiga eftir að fjalla um mál hinna árásarmannanna tveggja.

Pilturinn sem dæmdur var í dag játaði á sig árásina en bar við sjálfsvörn. Tekið var tillit til ungs aldurs piltsins en hann var 17 ára þegar árásin átti sér stað.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×