Innlent

Mikið annríki hjá slökkviliði í nótt

Fyrir utan eldsvoðannn í Tunguseli var mikið annríki hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi og í nótt, við að sinna tuttugu útköllum.

Kveikt var í blaða- og ruslagámum, biðskýlum, jólatrjám, sem fólk var búið að kasta út, og eldur kviknaði í tveimur bílum. Engan sakaði og tjón varð hvergi mikið nema þá helst vegna reyks í verslun 10-11 í Hamrahverfi, þegar logandi blysi var kastað þar inn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×