Innlent

Fimm sviptir ökuleyfi á staðnum með nýju öndunarsýnatæki

Frá Akranesi.
Frá Akranesi. MYND/HKr

Fimm ökumenn í umdæmi lögreglunnar á Akranesi hafa verið sviptir ökuréttindum á staðnum eftir að lögreglan tók í notkun nýtt öndunarsýnatæki í byrjun desember.

Fram kemur í dagbók lögreglunnar að tækið sé af gerðinni Evidenzer sem geri lögreglu kleift að ljúka rannsókn ölvunarakstursmála á nokkrum mínútum þar sem endanleg niðurstaða liggur fyrir strax við greiningu öndunarsýnis. Þegar tekin voru blóðsýni til rannsóknar tók það upp í nokkrar vikur að fá niðurstöður áfengismælinga.

Sviptingarmörk mælisins eru 0,25 millígrömm á alkóhól í hverjum lítra lofts. Sá fimmmenningannna reyndist með lægst áfengismagn í útöndunarlofti mældist með 0,65 millígrömm í lítra lofts. Lögregla segir að það þýði að hann missi prófið í eitt ár ef um fyrsta brot er að ræða.

Síðastliðið ár tók lögreglan á Akranesi 90 ökumenn fyrir ölvun við akstur og fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×