Seðilgjöld felld niður og FIT-kostnaður háður samningum 7. janúar 2008 11:30 Starfshópur á vegum viðskiptaráðuneytisins leggur til að seðilgjöld verði felld niður, að takmarkanir verði á álagningu uppgreiðslugjalda og að óheimilt verði að innheimta svokallaðan FIT-kostnað nema það hafi stoð í samningi. Þetta kom fram á blaðamannafundi í morgun þar sem skýrsla starfshópsins var kynnt. Ráðherra fól starfshópnum að taka út lagaumhverfi í tenglsum við viðskipti neytenda og banka, einkum með tilliti til gjaldtöku fjármálafyrirtækja og rafrænna greiðslukerfa. Var það gert í framhaldi af fjölmiðlaumfjöllun um svokallaðan FIT-kostnað og seðilgjöld í haust. Starfshópur ráðherra fjallaði um seðilgjöld og aðrar fylgikröfur sem fyrirtæki og aðrir kröfuhafar krefja neytendur um með aðstoð innheimtukerfis banka og sparisjóða. Var það niðurstaða hópsins að bankar og sparisjóðir heimili ekki fyrirtækjum eða öðrum kröfuhöfum að bæta fylgikröfum við aðalkröfu gagnvart neytendum, með öðrum orðum að fella niður seðilgjald. Þá leggur hópurinn til að lögfestar verði reglur um neytendalán um uppgreiðslugjald og að þar verði kveðið á um að gjaldtakan skuli eiga sér stoð í samningi og að lánveitandi geti ekki krafist uppgreiðslugjalds ef ástæða uppgreiðslu er gjaldfelling af hans hálfu. Þá er einnig lagt til að óheimilt verði að krefjast uppgreiðslugjalds af eftirstöðvum láns í íslenskum krónum með breytilegum vöxtum sem greitt er upp fyrir þann tíma sem umsaminn er ef upphaflegur höfuðstóll lánsins er að jafnvirði 50 milljónir króna eða minna. Semja megi um uppgreiðslugjald og má fjárhæð gjaldsins að hámarki vera það tjón sem lánveitandi verður fyrir vegna uppgreiðslunnar. Ef kveðið er á um heimild til endurskoðunar vaxta í lánssamningi með föstum vöxtum skal miða útreikning uppgreiðslugjalds við tímann fram að næsta endurskoðunardegi vaxta. FIT-kostnaður verði hóflegur Þá leggur starfshópurinn enn fremur til að óheimilt verði að innheimta svokallaðan FIT kostnað, það er kostnað vegna óheimils yfirdráttar, nema gjaldtaka eigi sér skýra stoð í samningi. Lagt er til að fest verði í lög að slíkur kostnaður skuli vera hóflegur og endurspegla kostnað vegna yfirdráttarins. Í tilkynningu frá viðskiptaráðuneytinu vegna skýrslunnar segir að ráðherra muni nú þegar gefa út tilmæli um að bannað verði að bæta seðilgjöldum eða öðrum fylgikröfum við aðalkröfu sem greidd er á gjalddaga nema sérstaklega sé samið um annað. Þá verður lagt fram frumvarp á vorþingi til breytinga á lögum um neytendalán þar sem settar eru reglur um FIT-kostnað og uppgreiðslugjald. Þá hyggst ráðherra beina því til fjármálastofnana að neytendur hafi góðan aðganga að viðskiptaskilmálum og heimilað verður að birta skilmála í samræmi við nútímaupplýsingatækni. Er þetta gert m.a. til þess að tryggja samkeppni um bestu kjör sem neytendum bjóðast. Enn fremur mun ráðherra mun fela Neytendastofu að gera sérstakt átak til kynningar á réttindum almennings í viðskiptum við fjármálastofnanir. Ráðherra ætlar einnig að skipa nefnd til að vinna lagafrumvarp um greiðslumiðla almennt og rafræn greiðslukerfi, þar með talin greiðslukort, heimabanka og hraðbanka. Þá er hafin vinna við að bæta lagaumhverfi í fjármálaþjónustu almennt í viðskiptaráðuneytinu. Bent er á að ráðherra hafa þegar lagt fram á Alþingi frumvarp innheimtulaga þar sem lagður er lagagrunnur að innheimtustarfsemi og ráðherra veitt heimild til að setja þak á innheimtukostnað. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Sjá meira
Starfshópur á vegum viðskiptaráðuneytisins leggur til að seðilgjöld verði felld niður, að takmarkanir verði á álagningu uppgreiðslugjalda og að óheimilt verði að innheimta svokallaðan FIT-kostnað nema það hafi stoð í samningi. Þetta kom fram á blaðamannafundi í morgun þar sem skýrsla starfshópsins var kynnt. Ráðherra fól starfshópnum að taka út lagaumhverfi í tenglsum við viðskipti neytenda og banka, einkum með tilliti til gjaldtöku fjármálafyrirtækja og rafrænna greiðslukerfa. Var það gert í framhaldi af fjölmiðlaumfjöllun um svokallaðan FIT-kostnað og seðilgjöld í haust. Starfshópur ráðherra fjallaði um seðilgjöld og aðrar fylgikröfur sem fyrirtæki og aðrir kröfuhafar krefja neytendur um með aðstoð innheimtukerfis banka og sparisjóða. Var það niðurstaða hópsins að bankar og sparisjóðir heimili ekki fyrirtækjum eða öðrum kröfuhöfum að bæta fylgikröfum við aðalkröfu gagnvart neytendum, með öðrum orðum að fella niður seðilgjald. Þá leggur hópurinn til að lögfestar verði reglur um neytendalán um uppgreiðslugjald og að þar verði kveðið á um að gjaldtakan skuli eiga sér stoð í samningi og að lánveitandi geti ekki krafist uppgreiðslugjalds ef ástæða uppgreiðslu er gjaldfelling af hans hálfu. Þá er einnig lagt til að óheimilt verði að krefjast uppgreiðslugjalds af eftirstöðvum láns í íslenskum krónum með breytilegum vöxtum sem greitt er upp fyrir þann tíma sem umsaminn er ef upphaflegur höfuðstóll lánsins er að jafnvirði 50 milljónir króna eða minna. Semja megi um uppgreiðslugjald og má fjárhæð gjaldsins að hámarki vera það tjón sem lánveitandi verður fyrir vegna uppgreiðslunnar. Ef kveðið er á um heimild til endurskoðunar vaxta í lánssamningi með föstum vöxtum skal miða útreikning uppgreiðslugjalds við tímann fram að næsta endurskoðunardegi vaxta. FIT-kostnaður verði hóflegur Þá leggur starfshópurinn enn fremur til að óheimilt verði að innheimta svokallaðan FIT kostnað, það er kostnað vegna óheimils yfirdráttar, nema gjaldtaka eigi sér skýra stoð í samningi. Lagt er til að fest verði í lög að slíkur kostnaður skuli vera hóflegur og endurspegla kostnað vegna yfirdráttarins. Í tilkynningu frá viðskiptaráðuneytinu vegna skýrslunnar segir að ráðherra muni nú þegar gefa út tilmæli um að bannað verði að bæta seðilgjöldum eða öðrum fylgikröfum við aðalkröfu sem greidd er á gjalddaga nema sérstaklega sé samið um annað. Þá verður lagt fram frumvarp á vorþingi til breytinga á lögum um neytendalán þar sem settar eru reglur um FIT-kostnað og uppgreiðslugjald. Þá hyggst ráðherra beina því til fjármálastofnana að neytendur hafi góðan aðganga að viðskiptaskilmálum og heimilað verður að birta skilmála í samræmi við nútímaupplýsingatækni. Er þetta gert m.a. til þess að tryggja samkeppni um bestu kjör sem neytendum bjóðast. Enn fremur mun ráðherra mun fela Neytendastofu að gera sérstakt átak til kynningar á réttindum almennings í viðskiptum við fjármálastofnanir. Ráðherra ætlar einnig að skipa nefnd til að vinna lagafrumvarp um greiðslumiðla almennt og rafræn greiðslukerfi, þar með talin greiðslukort, heimabanka og hraðbanka. Þá er hafin vinna við að bæta lagaumhverfi í fjármálaþjónustu almennt í viðskiptaráðuneytinu. Bent er á að ráðherra hafa þegar lagt fram á Alþingi frumvarp innheimtulaga þar sem lagður er lagagrunnur að innheimtustarfsemi og ráðherra veitt heimild til að setja þak á innheimtukostnað.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Sjá meira