Innlent

Fjárhagsaðstoð borgarinnar hækkaði um áramót

Fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar hækkaði um 4,2 prósent um síðustu áramót samkvæmt ákvörðun sem tekin var á fundi borgarráðs skömmu fyrir jól.

Fram kemur í tilkynningu frá borginni að framfærsla einstaklinga hækki úr 95.325 krónum í 99.329 krónur á mánuði og framfærsla hjóna og sambýlisfólks hækkar úr 152.520 krónum í 158.926 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×