Innlent

Ekki fengist hærra verð fyrir karfa

MYND/Hari

Verð fyrir heilan ísaðan karfa af Íslandsmiðum hefur farið upp í 565 krónur fyrir kílóið á fiksmarkaðnum í Bremerhafen í Þýskalandi síðustu daga sem er langhæsta verð sem fengist hefur til þessa.

Framboðið er þó lítið og flutningaskip, sem eru á leið út með ferskan fisk í gámum, hafa tafist í óveðrum. Fiskur úr þeim kemur á markað í Þýskalandi og Bretlandi á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×