Innlent

Íbúi í Tunguseli: Hélt að konan væri farin af stað

Breki Logason skrifar
Á vettvangi í morgun
Á vettvangi í morgun Stöð 2

„Konan mín vakti mig upp en hún er komin á steypirinn, ég hélt því að allt væri farið af stað," sagði íbúi í Tunguseli sem býr í næsta stigagangi við eldsupptökin þegar Vísir mætti í Tunguselið í morgun.

Maðurinn dreif sig á fætur en þá var allt í blikkandi ljósum fyrir utan og búið að vekja allan stigaganginn. Hann sá síðan þegar fólkið fór með körfubílnum út um gluggann en mikill reykur var í stigaganginum.

Íbúar í stigagangi mannsins fengu að fara aftur inn í íbúðir sínar en enginn reykur barst yfir. „Ég heyrði síðan bara í fréttunum í morgun að einn hefði látist og einhverjir væru slasaðir,“ sagði maðurinn.

Rólegt var yfir Tunguselinu þegar Vísir kom þar við um níu leytið í morgun. Þar voru krakkar úti að leika sér í nærliggjandi skóla og slökkvistarfi lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×