Innlent

Tillögur viðskiptaráðherra ásættanlegar

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra kynnti í dag niðurstöður starfshóps sem hann skipaði í lok sumars um heimildir fjármálafyrirtækja til gjaldtöku.

Starfshópurinn telur að innheimta seðilgjalda sé óheimil nema um það gildi samningar. Uppgreiðslugjald verði lagt niður á lánum á breytilegum vöxtum séu þau undir fimmtíu milljónum króna. Séu lán hins vegar á föstum vöxtum eins og flest íbúðarlán eru verði að greiða uppgreiðslugjald. Þá telur hópurinn óheimilt að innheimta svokallaðan fit kostnað nema samingar gildi þar um og innheimta sé í samræmi við upphæðina.

Guðjón Rúnarsson framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir niðurstöður starfshópsins ásættanlegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×