Innlent

Fluttur á sjúkrahús eftir árekstur á Glerárgötu

Maður var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri eftir árekstur jepplings og fólksbíls á Glerárgötu til móts við Borgarbraut á fjórða tímanum í dag.

Að sögn lögreglu slasaðist maðurinn ekki alvarlega en ákveðið var að flytja hann á sjúkrahús til rannsóknar. Ökumenn bílanna voru einir í bílunum þegar þeir rákust saman. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir en launhált er á götum Akureyrar í dag að sögn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×