Innlent

Hafnarfjörður 100 ára

Hafnarfjörður.
Hafnarfjörður. MYND/Hafnarfjordur.is

Hafnarfjarðarkaupstaður heldur upp á 100 ára afmæli sitt á þessu ári og verður því fagnað með fjölda viðburða sem kynntir verða á blaðamannafundi klukkan 13 í dag. Afmælisdagurinn er 1. júní en á þeim degi fyrir 100 árum fékk Hafnarfjörður kaupstaðaréttindi, þá var einnig fyrsti kjörfundurinn haldinn í Góðtemplarahúsinu.

Þá bjuggu 1469 manns í bænum og 109 börn voru í barnaskóla bæjarins. Tveir lögregluþjónar voru ráðnir sem voru „heljarmenni að burðum og vöktu lögreglubúningarnir mikla athygli" segir í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ. Í dag búa 25 þúsund manns í bænum og 3.600 skólabörn.

Margt hefur breyst á einni öld. Lögreglubúningar vekja sem dæmi ekki sérstaka athygli lengur og bæjarbúar eru hættir að sýna glímu sér og öðrum til skemmtunar eins og gert var snemma á síðustu öld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×