Innlent

Ráðning ferðamálastjóra á skjön við þróun ferðaþjónustu

Félag háskólamenntaðra ferðamálafræðinga (FHF) telur ráðningu nýs ferðamálastjóra algjörlega á skjön við þróun íslenskra ferðaþjónustu undanfarin ár og ekki í takt við þarfir greinarinnar.

Í tilkynningu um málið segir FHF að auglýst hafi verið eftir einstaklingum með menntun sem nýttist í starfi og þekkingu á Íslandi og íslenskri ferðaþjónustu. Meðal umsækjenda voru a.m.k. 7 umsækjendur með sérhæfða háskólamenntun af sviði ferðamála auk víðtækrar reynslu í atvinnugreininni. Meðal þessara umsækjanda var t.a.m. Ársæll Harðarsson, markaðsstjóri Ferðamálastofu.

"Á sama tíma og stjórnvöld og aðrir fagaðilar hafa aukna fagmennsku og menntun í ferðaþjónustu meðal opinberra markmiða í stefnumótun sinni fyrir ferðaþjónustu á Íslandi, þá er það mjög einkennilegt að þetta lífsnauðsynlega markmið skuli virt að vettugi við ráðningu hins opinbera í æðsta embætti þjóðarinnar á þessu sviði. Skilaboðin, sem eru send út í þjóðfélagið með þessari ráðningu eru gömul og úreld, þ.e.. að ekki sé þörf neinnar sérþekkingar á sviði ferðaþjónustu og að hver sem er geti starfað við hana með góðum árangri.," segir í tilkynningunni.

"Undanfarin ár hafa fjölmargar menntastofnanir á Íslandi byggt upp ferðaþjónustusvið af mismunandi toga. Nægir þar að nefna Menntaskólann í Kópavogi, Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Hólaskóla. Hvernig eiga stjórnendur og nemendur þessara skóla að túlka ráðningu ferðamálastjóra?

Iðnaðaráðherra , Össur Skarphéðinsson, hefur undanfarna daga varið ráðningu orkumálastjóra með því að nýráðinn orkumálastjóri, hafi af öllum umsækjendum haft mesta menntun, reynslu og sérþekkingu á sviði orkumála, að hann hefði af þessari ástæðu brotið landslög og stjórnarskrá ef hann hefði hafnað honum. Það skýtur því skökku við að hann skuli ráði ráða líffræðing í embætti ferðamálastjóra. Líffræðing með enga sérmenntun í ferðaþjónustu, enga sérþekkingu og ekki umtalsverða reynslu af nokkru sviði ferðaþjónustu. Af hverju giltu mismunandi lögmál þegar ráðið var í þessi tvö mikilvægu embætti? Af hverju réði Össur ekki meinatækni eða geislafræðing í embætti orkumálastjóra? "




Fleiri fréttir

Sjá meira


×