Innlent

Banaslysið í Reykjanesbæ enn í rannsókn

Farbann yfir karli, sem talið er að hafi ekið á fjögurra ára dreng í Reykjanesbæ í lok nóvember, með þeim afleiðingum að hann lést, rennur út á morgun. Eyjólfur Kristjánsson, hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum, segir að ákveðið verði í fyrramálið hvort farið verður fram á að farbannið verði framlengt.

Fjöldi fólks hefur verið yfirheyrður vegna málsins og enn sem komið er hefur enginn annar en þessi tiltekni maður verið grunaður um að hafa ekið bílnum. Maðurinn neitar hins vegar sök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×