Innlent

Á 115 km hraða á Laugavegi

Tveir karlmenn, 18 og 22 ára, voru sviptir ökuréttindum til bráðabirgða aðfaranótt laugardags en þeir voru staðnir að hraðakstri á Laugavegi á móts við Bolholt.

Bílar þeirra mældust á 115 km hraða og þykir víst að mennirnir hafi verið að reyna með sér í kappakstri en á þessum kafla er leyfður hámarkshraði 50 km á klukkustund. Ökufantarnir hafa áður verið teknir fyrir hraðakstur en þó ekkert í líkingu við þetta.

 

Fleiri voru að flýta sér í umferðinni um helgina en þrjátíu aðrir ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur víðsvegar í umdæminu. Þá stöðvaði lögreglan tvo pilta á mótorhjólum en báðir voru próflausir og hjólin reyndust óskráð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×