Innlent

Býðst til að endurbyggja Laugaveg 4 og 6 á eigin kostnað

Anna Sigurlaug Pálsdóttir, dóttir Páls Samúelssonar, fyrrverandi eiganda Toyota-umboðsins, hefur boðist til að endurbyggja húsin við Laugaveg fjögur og sex á eigin kostnað.

Morgunblaðið greinir frá því að helst vilji hún að húsin verði endrubyggð á sínum stað en hún vill samt sem áður standa straum af endurbyggingu þeirra ef þeu verða flutt á einhvern viðeigandi stað.

Anna Sigurlaug hefur látið teikna húsin upp í sem næst upprunalegri mynd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×