Innlent

Einn látinn og þrennt á slysadeild eftir eldsvoða í Tunguseli

Einn karlmaður er látinn og þrjár manneskjur liggja nú á Slysadeild Landsspítalans eftir að þær fengu reykeitrun þegar eldur kviknaði í íbúð á þriðju hæð í Fjölbýlishúsi við Tungusel í Reykjavík rétt um klukkan sex í morgun.

Í tilkynningu frá slökkviliðinu segir að tvö börn og kona séu á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. Aðrir íbúar í húsinu fá aðstoð frá Rauða krossinum. Strætisvagn var sendur á staðinn til að taka við fólki ásamt stórum bílum frá lögreglunni.

 

 

 

 

Slökkvilið af öllu höfuðborgarsvæðinu var kallað á vettvang og gekk greiðlega að slökkva eldinn, en mikill reykur hafði borist fram á stigagang og inn í aðrar íbúðir fyrir ofan.

Slökkviliðsmenn björguðu manneskjunum þremur með körfubíl, þar sem ófært var um stigaganginn vegna reykjarkófs. Íbúar af neðri hæðum forðuðu sér út og sendi lögregla strætisvagn og hópferðabíl til að skjóta skjólshúsi yfir fólkið og starfsfólk Rauða krossins var kallað út til að hlynna að því.

Nú er verið að reykræsta húsið en á þessari stundu er ekki vitað hversu tjónið er mikið eða hver eldsupptök voru. Slökkvilið og lögregla eru enn að störfum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×