Innlent

Tíu nýir ABC sendiherrar

ABC barnahjálpin kynnti í dag tíu nýja sendiherrra samtakanna. Þetta er gert í tilefni af tuttugu ára afmæli samtakanna, en sendiherrunum er ætlað að kynna starfsemi samtakanna. ABC barnahjálpin starfar nú um tugi landa í Afríku og Asíu og njóta um tíu þúsund börn starfs samtakanna. Yfir tvöhundruð milljónir króna voru sendar frá Íslandi t il nauðstaddra barna í gegnum barnahjálpina. Markmið samtakanna er að sjá tuttuguþúsund börnum fyrir menntun og aðhlynningu á þessu ári og er liðstyrkur sendiherranna liður í þeirri áætlun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×