Fleiri fréttir

Setti lénið yahoo.is til sölu á ebay

Garðar Arnarsson kerfisstjóri hefur sett lénið yahoo.is til sölu á vefsíðunni eBay. Upphafsgjald lénsins er 100.000 dollarar sem samsvarar um 6.2 milljónum íslenskra króna.

Snarræði lögreglu bjargaði konu frá drukknun

Lögreglumönnum tókst með snarræði að bjarga ungri konu úr Reykjavíkurhöfn á sjötta tímanum í morgun, eftir að hún féll eða kastaði sér í sjóinn af Ægisgarði, þar sem Hvalbátarnir liggja við festar.

Mikið að gera hjá slökkviliðinu

Töluverður erill hefur verið hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í dag og í kvöld og má rekja flest útköllin til þess að unglingar hafi verið að fikta við flugelda. Kveikt hefur verið í ruslagámum og flugeldar verið tendraðir innandyra án þess þó að mikið tjón hafi hlotist af. Þar á meðal var kveikt í gámi við Toyota umboðið í Kópavogi og einnig kom eldur upp í stigagangi í blokk í Stóragerði.

Samgönguráðherra: Sundabrautin tvímælalaust mikilvægust

Kristján L Möller samgönguráðherra segir ekki rétt að Vaðlaheiðargöng séu framar í forgangsröð en Sundabrautin eins og haft var eftir honum í Fréttablaðinu í dag. Þessi tvö verkefni hafa ekki áhrif hvert á annað og því sé ekki hægt að forgangsraða öðru umfram hitt. Í raun séu bæði verkin, auk tvöföldunar Suðurlandsvegar, forgangsmál. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag.

Árásin á Hannes með öllu tilefnislaus

Hannes Þ. Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Viking í Stafangri, hefur kært mennina sem veittust að honum í miðbæ Reykjavíkur um hátíðirnar. Árásin mun hafa verið með öllu tilefnislaus. Hannes var einn á ferð í bænum þegar nokkrir menn veittust að honum að tilefnislausu og börðu hann með þeim afleiðingum að hann er þríbrotinn í andliti. Lögreglan er nú með málið til rannsóknar og herma heimildir Vísis að vitað sé hverjir voru að verki.

Björgvin G. mótfallinn virkjunum í Þjórsá

Viðskiptaráðherra vill að virkjunum í Þjórsá verði slegið á frest eða út af borðinu. Þar með hafa tveir ráðherrar Samfylkingar lýst sig andsnúna Þjórsárvirkjunum. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra kveðst ekki geta fellt neina dóma yfir þessum virkjunum fyrr en málið kemur inn á hans borð.

Konur í verkfræðingastétt senda Össuri opið bréf

Stjórn Kvennanefndar Verkfræðingafélags Íslands hefur sent Össuri Skarphéðinssyni, iðnaðarráðherra opið bréf þar sem harmað er að gengið hafi verið fram hjá Ragnheiði I. Þórarinsdóttur, aðstoðarorkumálastjóra við skipan í stöðu orkumálastjóra.

Gripnir með e-töflur í Smáralind

Þrír karlar á þrítugsaldri voru handteknir í Smáralind í gærkvöld með e-töflur í fórum sínum. Ýmislegt fleira höfðu þremenningarnir meðferðis sem grunur leikur á að sé þýfi. Þá fannst tölva í bíl mannanna og voru þeir margsaga um það hvernig hún hefði fengist.

Ólafur Ragnar taldi að forseti ætti einungis að sitja í þrjú kjörtímabil

Þegar Ólafur Ragnar Grímsson bauð sig fyrst fram til forseta taldi hann það hæfilegt að forseti gegndi embætti í tvö til þrjú kjörtímabil. Sextán ár væru of langur tími fyrir forseta, en bæði Ásgeir Ásgeirsson og Vigdís Finnbogadóttir gegndu embætti svo lengi. Þetta kom fram í máli Ólafs Ragnars á hverfafundi sem haldinn var í Súlnasal Hótel Sögu miðvikudaginn 11. Júní 1996 og Morgunblaðið vitnaði í daginn eftir.

Keyrði fram af flugbraut

Karlmaður á þrítugsaldri var heppinn að sleppa með lítil meiðsl þegar hann ók bíl sínum tíu metra fram af flugbrautinni í Vestmannaeyjum í nótt.

Ástþór aftur í forsetann

Ástþór Magnússon ætlar að bjóða sig fram til forseta Íslands á þessu ári. Þetta staðfesti fyrrum kosningastjóri Ástþórs í samtali við Vísi.

Styttist í fyrsta dómsmál Þorsteins

Fyrsta dómsmál hins umdeilda héraðsdómara, Þorsteins Davíðssonar, verður tekið fyrir þann 17. janúar næstkomandi. Þá mun Þorsteinn hlusta á rökstuðning og skoða máls og sönnunargöng í máli Harðar Snorrasonar gegn Eyjafjarðarsveit í Héraðsdómi Norðurlands eystri.

Segir enga ósamstöðu í röðum Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði

Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, vekur á því athygli á vef Hafnarfjarðarbæjar að Haraldur Þór Ólason, oddviti Sjálfstæðismanna í bænum hafi gengið fram hjá tveimur varabæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins þegar hann boðaði forföll á bæjarstjórnarfundi skömmu fyrir jól.

Ekki fara til Kenía

Í kjölfar kosninga sem fram fóru í Kenía 27. desember síðastliðinn hefur borið á mótmælum og átökum í landinu. Utanríkisráðuneytið ráðleggur Íslendingum frá ferðalögum til Kenía.

Vankaður af lyfjum undir stýri

Lögreglan í Árnessýslu tók tvo ökumenn ur umferði í nótt þar sem þeir höfðu neytt fíkniefna eða lyfja, annan í Hveragerði og hinn á Selfossi.

Enn beðið eftir rökstuðningi Árna

Árni M. Mathiesen, settur dómsmálaráðherra sem skipaði Þorstein Davíðsson Oddssonar í embætti héraðsdómara, hefur enn ekki sett saman rökstuðning fyrir þeirri ákvörðun.

Brýnt að byggja við flugstöðina á Akureyri

Met voru slegin í farþegaflugi innanlands á árinu 2007. Brýnt er að byggja við flugstöðina á Akureyri, segir stöðvarstjóri, enda mörg dæmi um að farþegar lendi á hrakhólum.

Engin frekari rannsókn á fráfalli piltsins

Lögreglan segir að svo virðist sem ekkert saknæmt sé í tengslum við fráfall piltsins sem leitað var að í allan gærdag en hann fannst látinn á níunda tímanum í gærkvöldi.

Pilturinn sem leitað var að fannst látinn

Lík piltsins, sem leitað var á höfuðborgarsvæðinu frá því í fyrrinótt, fannst í Elliðavogi, skammt frá smábátahöfn Snarfara á níunda tímanum í gærkvöldi.

Eftirlitssveitin í uppnámi

Uppsögn vopnahléssamkomulagsins á Sri Lanka af hálfu stjórnvalda hefur sett framtíð vopnahléseftirlitssveitarinnar í uppnám að sögn utanríkisráðuneytisins en sveitirnar eru skipaðar Íslendingum og Norðmönnum. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að ákvörðunin sé hörmuð og óttast menn að uppsögnin verði til þess að auka enn á hörmungar íbúa landsins.

Enn leitað að Jakobi Hrafni

Enn hefur leitin að Jakobi Hrafni Höskuldssyni, 19 ára gömlum Reykvíkingi engan árangur borið. Á annað hundrað manns eru enn við leit og ákveðið verður á næstu klukkustund hvort leit verði fram haldið í nótt. Lögreglu hafa borist þónokkur fjöldi ábendinga vegna hvarfs Jakobs en engin þeirra hefur getað varpað ljósi á málið.

Íhugar að leita réttar síns vegna ráðningar Orkumálastjóra

Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir aðstoðarorkumálastjóri hefur beðið Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra um að rökstyðja ráðningu nýs Orkumálastjóra og íhugar að leita til Umboðsmanns Alþingis vegna ráðningar hans. Þetta kom fram í fréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld. Ragnheiður segir jafnframt að annað starfsfólk Orkustofnunar sé undrandi á ráðningunni.

Öllum sagt upp hjá Kræki á Dalvík

Öllum starfsmönnum fiskverkunarfyrirtækins Krækis á Dalvík hefur verið sagt upp störfum. Rúmlega þrjátíu stöðugildi hafa verið hjá fyrirtækinu, en Henning Jóhannesson stjórnarformaður segir mikla rekstrarefriðfleika hjá fyrirtækinu. Breytt rekstrarform sé þó til skoðunar.

Gagnrýna úthlutun lóðar í Garðabæ

Bæjarstjórn Garðabæjar hefur úthlutað verktakafyrirtækinu Garðamýri ehf. lóð þar í bæ sem metin er á 2,1 milljarð króna en þar á að byggja upp íþrótta- og heilsumannvirki. Minnihlutinn í bæjarstjórn gagnrýnir að verkið hafi aldrei verið boðið út

Fíkniefnahandtaka í Hafnarfirði

Tveir karlar á þrítugsaldri voru handteknir í íbúð í Hafnarfirði í gærmorgun en þeir eru grunaðir um fíkniefnamisferli. Þegar lögregluna bar að garði stóð yfir gleðskapur og var ætluðum fíkniefnum hent út um glugga á húsinu. Innandyra fannst meira af ætluðum fíkniefnum en annar hinna handteknu reyndist jafnframt vera eftirlýstur fyrir aðrar sakir.

Hún á afmæli í dag!

Starfsfólk veitingastaðarins B5 mætti óvenjusnemma til vinnu í dag miðað við að hafa unnið fram undir morgun á nýjársfagnaði. Ástæðan var tveggja ára afmælisveisla Ellu Dísar Laurens. Starfsfólk og skemmtikraftar gáfu vinnu sína til að móðirin gæti haldið stúlkunni, sem er alvarlega veik, veglega afmælisveislu.

Sofnaði undir stýri

Tveir menn slösuðust þegar árekstur varð á Hvalfjarðarvegi, rétt við Lambhaga, um klukkan sjö í morgun. Mennirnir voru ökumenn í sitt hvorri bifreiðinni og voru báðir einir á ferð. Annar þeirra virðist hafa sofnað undir stýri, farið inn á rangann vegarhelming, og ekið framan á bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Báðir bílarnir eru gjörónýtir.

Leitarsvæðið víkkað út

Björgunarsveitarmenn af suðvesturhorninu hafa víkkað út það svæði þar sem leitað er að 19 ára pilti, Jakobi Hrafni Höskuldssyni, sem saknað hefur verið frá því í gærmorgun.

Þrjú verkefni tilnefnd til Eyrarrósarinnar

Karlakórinn Heimir í Skagafirði, tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður á Ísafirði og Safnasafnið við Svalbarðseyri eru tilnefnd til Eyrarósarinnar 2008, sérstakrar viðurkenningar fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni, sem veitt verður á Bessastöðum 10. janúar.

Sharon Stone og moskítónetin

Neyðaraðstoð er flókið fyrirbæri. Stundum væri betur heima setið en af stað farið. Jón Björgvinsson, kvikmyndatökumaður sem er búsettur í Sviss fjallar aðeins um þetta í tímaritinu Lífsstíll.

Sjá næstu 50 fréttir