Innlent

Þrjú verkefni tilnefnd til Eyrarrósarinnar

MYND/Vilhelm

Karlakórinn Heimir í Skagafirði, tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður á Ísafirði og Safnasafnið við Svalbarðseyri eru tilnefnd til Eyrarósarinnar 2008, sérstakrar viðurkenningar fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni, sem veitt verður á Bessastöðum 10. janúar.

Fram kemur í tilkynningu að þetta sé í fjórða sinn sem Eyrarrósin sé veitt en henni fylgir fjárstyrkur að upphæð ein og hálf milljón króna og verðlaunagripur eftir Steinunni Þórarinsdóttur.

Þau tvö verk sem ekki verða fyrir valinu hljóta hins vegar 200 þúsund króna framlag en öll verkefnin hljóta að auki tíu flugferðir frá Flugfélagi Íslands.

Það er Dorrit Moussaieff forsetafrú og verndari Eyrarrósarinnar sem veitir viðurkenninguna við hátíðlega athöfn. Fyrir ári féllu verðlaunin í skaut Strandagaldurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×