Innlent

Íhugar að leita réttar síns vegna ráðningar Orkumálastjóra

Össur Skarphéðinsson réð Guðna A. Jóhannesson í embætti Orkumálastjóra.
Össur Skarphéðinsson réð Guðna A. Jóhannesson í embætti Orkumálastjóra.

Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir aðstoðarorkumálastjóri hefur beðið Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra um að rökstyðja ráðningu nýs Orkumálastjóra og íhugar að leita til umboðsmanns Alþingis vegna ráðningar hans. Þetta kom fram í fréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld. Ragnheiður segir jafnframt að annað starfsfólk Orkustofnunar sé undrandi á ráðningunni.

Ragnheiður hefur starfað sem Orkumálastjóri síðustu þrjá mánuði og var aðstoðarorkumálastjóri frá 2005. Hún lauk doktorsgráðu frá Danska Tækniháskólanum og MBA prófi frá Háskóla íslands með áherslu á fjármál og rekstur.

Níu sóttu um embætti orkumálastjóra og var Guðni A. Jóhannesson forstöðumaður Byggingartæknideildar Konunglega Verkfræðiháskólans í Stokkhólmi ráðinn úr þeim hópi.

Vísi hefur ekki enn tekist að ná tali af Össuri Skarphéðinssyni iðnaðarráðherra í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×