Innlent

Styttist í fyrsta dómsmál Þorsteins

Andri Ólafsson skrifar
Þorsteinn Davíðsson
Þorsteinn Davíðsson

Fyrsta dómsmál hins umdeilda héraðsdómara, Þorsteins Davíðssonar, verður tekið fyrir þann 17. janúar næstkomandi. Þá mun Þorsteinn hlusta á rökstuðning og skoða máls og sönnunargöng í máli Harðar Snorrasonar gegn Eyjafjarðarsveit í Héraðsdómi Norðurlands eystri.

Málsins er beðið með nokkurri eftirvæntingu enda hefur kastljósið verið töluvert á Þorsteini síðan hann var skipaður í embætti sitt fram yfir þrjá umsækjendur sem sérstök matsnefnd taldi hæfari.

Þær upplýsingar fengust í dag að rökstuðningur sem tveir af umsækjendunum sem töldust hæfari óskuðu formlega eftir hafi enn ekki verið lagður fram en hans er að vænta innan skamms.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×