Innlent

Sofnaði undir stýri

Tveir menn slösuðust þegar árekstur varð á Hvalfjarðarvegi, rétt við Lambhaga, um klukkan sjö í morgun. Mennirnir voru ökumenn í sitt hvorri bifreiðinni en þeir höfðu enga farþega. Annar þeirra virðist hafa sofnað undir stýri, farið inn á rangann vegarhelming, og ekið framan á bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Báðir bílarnir eru gjörónýtir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×