Innlent

Skemmdarverk unnin í fjórum grunnskólum

Rúður voru brotnar í að minnsta kosti fjórum grunnskólum í Reykjavík og einum leikskóla í Garðabæ á nýársdag.

Einnig var tilkynnt um rúðubrot í Hafnarfirði, Kópavogi, á Álftanesi og Seltjarnarnesi. Póstkassar voru skemmdir á nokkrum stöðum í umdæminu og á einum stað var logandi púðurkerlingu stungið inn um bréfalúgu.

Ruslatunnur urðu líka fyrir barðinu á spellvirkjum sem og bílar. Í Kópavogi sprakk flugeldur í aftursæti bíls og hlutust af því nokkrar skemmdir en ekki er ljóst hvort um óhapp eða ásetning var að ræða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×