Innlent

Starfsmönnum umhverfisráðuneytis fjölgar um nærri 200

MYND/Rósa

Starfsmönnum á vegum umhverfisráðuneytisins fjölgar um tæplega 200 með breytingum sem urðu á stjórnarráði Íslands og flutningi stofnana undir ráðuneytið.

Skógrækt ríkisins, Landgræðsla ríkisins og Vatnamælingar Orkustofnunar voru fluttar undir ráðuneytið um áramót en á sama tíma fluttist matvælasvið Umhverfisstofnunar til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins.

Bent er á í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu að stofnunum ráðuneytisins fjölgi með þessu úr níu í tólf en fækkar svo aftur um næstu áramót þegar Veðurstofa Íslands og Vatnamælingar Orkustofnunar sameinast í eina stofnun. Við þessar breytingar fjölgar starfsmönnum á vegum ráðuneytisins úr um 280 í 470 og fjárhagsleg umsvif aukast um fimmtung.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×