Innlent

Snarræði lögreglu bjargaði konu frá drukknun

Lögreglumönnum tókst með snarræði að bjarga ungri konu úr Reykjavíkurhöfn á sjötta tímanum í morgun, eftir að hún féll eða kastaði sér í sjóinn af Ægisgarði, þar sem Hvalbátarnir liggja við festar.

Hún var þegar flutt á slysadeild til aðhlynningar, enda var hún orðin köld þegar hjálpin barst. Lögreglumennirnir klifruðu niður stiga utan á bryggjunni og náðu þannig til konunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×