Innlent

Enn leitað að Jakobi Hrafni

Enn hefur leitin að Jakobi Hrafni Höskuldssyni, 19 ára gömlum Reykvíkingi engan árangur borið. Á annað hundrað manns eru enn við leit og ákveðið verður á næstu klukkustund hvort leit verði fram haldið í nótt. Lögreglu hafa borist þónokkur fjöldi ábendinga vegna hvarfs Jakobs en engin þeirra hefur getað varpað ljósi á málið.

Jakob sást síðast við skemmtistaðinn Broadway í Ármúla um hálfsex í gærmorgun og hefur verið leitað að honum í allan dag frá því svæði og upp í Árbæ en talið er að hann hafi ætlað þangað. Aðalháhersla leitarmanna hefur verið á Elliðaárdalinn en árnar hafa verið mjög straumharðar síðustu daga.

Jakob Hrafn Höskuldsson.

Jakob er 188 sentímetrar ár hæð, frekar grannur með dökkt stutt hár, í dökkum buxum, hettupeysu og með derhúfu. Lögregla biður fólk sem gæti gefið upplýsingar um ferðar hans að hafa samband í síma 444-1000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×