Innlent

Metvelta í fasteignaviðskiptum á síðasta ári

MYND/Vilhelm

Veltan á fasteignamarkaði sló öll fyrri met á nýliðnu ári og námu heildrviðskiptin um 360 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum Fasteignamatsins.

Fjöldi kaupsamninga var 14.500 sem er þrettán hundruð samningum færra en metárið 2005. Þrjú síðastliðin ár eru öll yfir meðallagi síðustu tíu ára hvað fjölda kaupsamninga varðar.

Það sem greinir síðasta ár frá árinu áður er að jafnt og þétt hefur dregið úr umsvifum á markaðnum frá því í nóvember, en árið áður var mikil uppsveifla í desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×