Innlent

Enn beðið eftir rökstuðningi Árna

MYND/GVA

Árni M. Mathiesen, settur dómsmálaráðherra sem skipaði Þorstein Davíðsson Oddssonar í embætti héraðsdómara, hefur enn ekki sett saman rökstuðning fyrir þeirri ákvörðun.

Árni lýsti því yfir fyrir jól að hann myndi skila ítarlegum rökstuðningi fyrir embættisveitingunni eftir áramót í kjölfar harðrar gagnrýni en þrír umsækjendur voru taldir hæfari en Þorsteinn af faglegri matsnefnd. Rökstuðnings Árna er að vænta en ekki er vitað hvenær, samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×