Innlent

Brýnt að byggja við flugstöðina á Akureyri

Met voru slegin í farþegaflugi innanlands á árinu 2007. Brýnt er að byggja við flugstöðina á Akureyri, segir stöðvarstjóri, enda mörg dæmi um að farþegar lendi á hrakhólum.

Flugfélag Íslands flutti rúmlega 200.000 farþega milli Akureyrar og Reykjavíkur árið 2007. Farþegarnir hafa aldrei verið fleiri, í innanlandsfluginu fjölgaði þeim um 12 prósent frá fyrra ári. Vélar fljúga oftar en áður, allt upp í þrettán sinnum á dag og á Akureyrarflugvelli hefur starfsfólki verið fjölgað til að mæta aukinni umferð.

Beint millilandaflug frá Akureyrarvelli hefur einnig átt vaxandi vinsældum að fagna. En með aukinni umferð reynist núverandi húsnæði ekki nógu hentugt og stórt, segir stöðvarstjórinn, Ari Fossdal.

Lenging flugbrautarinar á Akureyri er jafnframt fyrirhuguð en óvíst er hvenær framkvæmdir hefjast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×