Innlent

Varað við hreindýrum í þoku fyrir austan

MYND/GVA

Vegagerðin varar ökumenn á Austurlandi við ferðum hreindýra vegna spár um mikla þoku. Þá er enn varað við þoka á Hellisheiði og í Þrengslum.

Enn fremur er flughálka á Laxárdalsheiði og á flestum fjallvegum á Vestfjörðum og þá er einnig hált í Hrútafirði og víða a Vestfjörðum. Á Norðurlandi er víðast hvar autt en sums staðar hálka og hálkublettir. Sömu sögu er að segja af Norðaustur- og Austurlandi en hálka er á Fjarðarheiði og á Öxi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×